Fólk þarf að vera á varðbergi í Þakgili í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. október 2019 11:30 Veðurstofa Íslands fylgist grannt með framvindunni í Múlakvíls. Vísir/Jóhann K. Veðurstofan varar fólk við að vera nærri upptökum Múlakvíslar vegna jarðhitaleka undan jökli. Brennisteinsmengun er yfir heilsuverndarmörkum en eiginlegt hlaup er ekki hafið Í byrjun júlí tilkynnti almannavarnadeild ríkislögreglustóra um að mælingar í Mýrdalsjökli bentu til þess að hlaup gæti komið í Múlakvísl. Lítið hefur gerst síðan þá annað en að rafleiðni hefur hækkað og stöðugt jarðhitavatn hefur komið undan jökli. Í tilkynningu almannavarna frá því í júlí segir að ekki sé búist við stóru hlaupi en að það gæti þó orðið stærra en síðustu átta ár. Veðurstofan Ísland sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að rafleiðni í Múlakvísl hafi hækkað jafnt og þétt síðustu daga. Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir rafleiðnina yfir heilsuverndarmörkum. „Það sem er aðallega að valda vandræðum núna er að það er að mælast há gasmengun upp við Láguhvola. Þar sem að Múlakvísl er að koma undan Mýrdalsjökli. Þessi gasmengun er komin yfir heilsuverndarmörk þannig að fólki er ráðlagt að staldra ekki við ána,“ segir Kristín.Lögreglan á Suðurlandi við eftirlit í Þakgili í sumar.Vísir/Jóhann K.Atburðurinn nú ekki orðinn að hlaup „Ég mundi kalla þetta jarðhitaleka á þessu stigi. Er mikið vatn í Múlakvísl? Það er töluvert vatn í henni núna en það er líka búið að vera mjög hlýtt í sumar þannig að það er töluvert vatn í ánni núna,“ segir Kristín. Kristín segir að jarðhitaleki undan Mýrdaljökli sé algengur en síðast kom lítið hlaup út kötlum jökulsins árið 2017. Mikið vatn er undir sigkötlum jökulsins sem hefur ekki skilað sér niður. Kristín segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um að loka svæðum en að mikilvægt sé að ferðamenn á svæðinu séu á varðbergi, sérstaklega í dag. Hvessa muni svo á morgun sem verður til þess að gasið staldri síður við. „Þannig að strax á morgun verður gasástandið orðið miklu betra, þannig að þetta er sérstaklega dagurinn í dag á meðan það eru hægir vindar og gasið getur safnast fyrir. Þetta er aðallega við upptök árinnar, þannig að ferðamenn sem eru til dæmis að fara inn í Þakgil þurfa að hafa varann á,“ segir Kristín. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. 1. október 2019 08:48 Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45 Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33 Hlaupið kemur bara þegar það kemur Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri Múlakvísl og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili. 14. júlí 2019 18:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Veðurstofan varar fólk við að vera nærri upptökum Múlakvíslar vegna jarðhitaleka undan jökli. Brennisteinsmengun er yfir heilsuverndarmörkum en eiginlegt hlaup er ekki hafið Í byrjun júlí tilkynnti almannavarnadeild ríkislögreglustóra um að mælingar í Mýrdalsjökli bentu til þess að hlaup gæti komið í Múlakvísl. Lítið hefur gerst síðan þá annað en að rafleiðni hefur hækkað og stöðugt jarðhitavatn hefur komið undan jökli. Í tilkynningu almannavarna frá því í júlí segir að ekki sé búist við stóru hlaupi en að það gæti þó orðið stærra en síðustu átta ár. Veðurstofan Ísland sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að rafleiðni í Múlakvísl hafi hækkað jafnt og þétt síðustu daga. Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir rafleiðnina yfir heilsuverndarmörkum. „Það sem er aðallega að valda vandræðum núna er að það er að mælast há gasmengun upp við Láguhvola. Þar sem að Múlakvísl er að koma undan Mýrdalsjökli. Þessi gasmengun er komin yfir heilsuverndarmörk þannig að fólki er ráðlagt að staldra ekki við ána,“ segir Kristín.Lögreglan á Suðurlandi við eftirlit í Þakgili í sumar.Vísir/Jóhann K.Atburðurinn nú ekki orðinn að hlaup „Ég mundi kalla þetta jarðhitaleka á þessu stigi. Er mikið vatn í Múlakvísl? Það er töluvert vatn í henni núna en það er líka búið að vera mjög hlýtt í sumar þannig að það er töluvert vatn í ánni núna,“ segir Kristín. Kristín segir að jarðhitaleki undan Mýrdaljökli sé algengur en síðast kom lítið hlaup út kötlum jökulsins árið 2017. Mikið vatn er undir sigkötlum jökulsins sem hefur ekki skilað sér niður. Kristín segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um að loka svæðum en að mikilvægt sé að ferðamenn á svæðinu séu á varðbergi, sérstaklega í dag. Hvessa muni svo á morgun sem verður til þess að gasið staldri síður við. „Þannig að strax á morgun verður gasástandið orðið miklu betra, þannig að þetta er sérstaklega dagurinn í dag á meðan það eru hægir vindar og gasið getur safnast fyrir. Þetta er aðallega við upptök árinnar, þannig að ferðamenn sem eru til dæmis að fara inn í Þakgil þurfa að hafa varann á,“ segir Kristín.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. 1. október 2019 08:48 Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45 Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33 Hlaupið kemur bara þegar það kemur Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri Múlakvísl og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili. 14. júlí 2019 18:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42
Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga. 1. október 2019 08:48
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07
Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45
Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33
Hlaupið kemur bara þegar það kemur Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri Múlakvísl og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili. 14. júlí 2019 18:54