Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 12:21 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Vísir/Arnar Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi. Samfylkingin Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi.
Samfylkingin Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira