Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 12:21 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Vísir/Arnar Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi. Samfylkingin Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi.
Samfylkingin Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira