Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2019 08:45 Frá flugvellinum í Lleida á Spáni. Þrjár MAX-þotur Icelandair sjást fjær en efst sést í stél þeirrar fjórðu. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson. Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00
Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45