Um jafnrétti kynslóða Una Hildardóttir skrifar 18. október 2019 08:30 Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Una Hildardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar