Um jafnrétti kynslóða Una Hildardóttir skrifar 18. október 2019 08:30 Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Una Hildardóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi sat ég og horfði á 10 vikna gamla dóttur mína sofa. Með tölvuna í fanginu og funheitan tebolla í hendi fletti ég upp staðreyndum um loftslagsmótmæli ungs fólks í undirbúningi mínum fyrir landsfund Vinstri Grænna. Á meðan hún svaf áhyggjulaus í vöggunni opnaði ég skýrslu IPCC frá því í fyrra og byrjaði að renna yfir hana með öðru auganu. Ég hafði kynnt mér skýrsluna áður, las í gegnum hana þegar hún kom út á sínum tíma og gleymi seint þeim fréttaflutningi sem fylgdi útgáfu hennar. Um lokaútkall væri að ræða, stjórnvöld yrðu að bregðast við strax ef koma ætti í veg fyrir hamfarahlýnun af mannavöldum.Krafan um 2,5% Skýrslan hefur setið og gerjast í huga mínum síðan og ég verið minnt reglulega á hana. Skipuleggjendur loftslagsverkfalla ungs fólks um heim allan krefjast þess að ríkissthórnir, atvinurekendur og sveitarfélög svari kalli höfunda skýrslunnar og verji 2,5% af heimsframleiðslu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Á hverjum föstudegi birtast myndir í fjölmiðlum af rennblautum ungmennum á Austurvelli í bland við myndir af þúsundum ungmenna í kröfugöngu með Gretu Thunberg í einhverri Evrópskri stórborg sem minna á þessa ótvíræðu kröfu. Ég er minnt reglulega á skýrsluna í mínu starfi þar sem breyting á landnotkun og landbúnaði er reglulega til umræðu. Slíkar breytingar ásamt breytingum á borgarskipulagi, iðnaði og orkunotkun eru sérstaklega nefndar í skýrslunni sem nauðsynlegar forsendur fyrir árangri í baráttunni gegn hlýnun jarðar.Yfirferð verður að vitrun Þrátt fyrir að ég telji mig vera vel upplýstan umhverfissinna náði skýrslan að koma mér úr jafnvægi. Í því sem átti að vera stutt yfirferð en varð að vitrun rak ég augun í að samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar verður hlýnun jarðar að mannavöldum orðin 1,5°c árið 2040 ef við bregðumst ekki við strax. Óafturkræfar afleiðingar á við ákafari þurrk, aukinn skort og fátækt, súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs verða orðnar að veruleika ef við höldum áfram að óbreyttu. Ég teygði mig yfir ungbarnahreiðrið og leit aftur niður á dóttur mína, sem rumskaði örlítið við brakið í sófanum. Hún verður jafn gömul mér árið 2047 hugsaði ég. Það rann allt í einu upp fyrir mér hversu stuttan tíma við höfum í raun og veru. Verðum að setja loftslagsbreytingar í samhengi Þrátt fyrir ég hafi lengi talað fyrir því að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við hlýnun jarðar hafði ég aldrei náð að setja afleiðingarnar almennilega í samhengi. Með yfirþyrmandi loftslagskvíða lagði ég mig fram við að vera vel upplýst um framvindu mála en mér fannst sem raunverulegar breytingar, slakari lífsskilyrði og yfirvofandi neyðarástand vera svo fjarlægur raunveruleiki. Breytingarnar væru óræðar af því að í mínum huga verður enn tími til stefnu til að bregðast við og hægja á hlýnun jarðar þegar mín kynslóð tekur við stjórnvöldum. Þrátt fyrir að ekki væri hlustað á okkur núna væri alltaf hægt að snúa við blaðinu þegar við tökum í taumana. Mér fannst þær óræðar vegna þess að þær hefðu ekki áhrif á mín lífsgæði fyrr en um sextugt, sem er svo ónærtækt þegar maður er bara 28 ára. Ég las skýrsluna sem kölluð var „lokaútkall“ og „vekjaraklukka“ en það var eins og síminn væri stilltur á hljóðlaust, hann titraði en bjöllurnar hringdu ekki. Dóttir mín hélt áfram að sofa en ég vaknaði loksins við það að vekjaraklukkan setti hlutina í samhengi fyrir mig. Ég vil að dóttir mín hafi sömu möguleika og ég í lífinu. Ég vil ekki að hún þurfi að upplifa hnattrænt neyðarástand, ófrið og slakari lífsskilyrði en ég ólst upp við. Ég vil að hún fái tækifæri til þess að stunda útivist laus við áhyggjur um loftgæði og geti ferðast og upplifað nýja menningarheima eins og ég gerði á tvítugsaldri. Mikilvæg áminning Ég vil halda áfram að vinna að því að tryggja jafnrétti milli kynslóða, tryggja að hennar líf einkennist ekki af takmörkunum vegna þess að eldri kynslóðir lögðu sig ekki allar fram við að hægja á hlýnun jarðar. Eftir þessa hryllilegu áminningu heldur mín barátta áfram með meiri þrótti en áður, fyrir hana og öll hin börnin sem ekki hafa tækifæri til þess að tjá sig eða krefjast þess að stjórnvöld og stóriðjufyrirtæki um heim allan svari kalli komandi kynslóða um tafarlausar úrbætur.Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun