Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 19:00 Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira