Hvalur fannst rekinn á land í fjörunni við golfvöllinn, vestur af Grindavík í gærmorgun.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að fólk hafi orðið vart við hvalinn skömmu áður þar sem hann var að veltast um í ölduróti í Arfadalsvík.
„Hann rak svo á land og lá dauður í fjöruborðinu skammt undan landi þegar að var komið. Lögreglan á Suðurnesjum sendi tilkynningu varðandi málið á þar til bærar stofnanir,“ segir í tilkynningunni.
