Sigmar kaupir hálfan Hlölla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2019 16:15 Sigmar Vilhjálmsson segir ekkert að því að kaupa samlokustað á ketótímum. Hlöllabátar hafi staðið af sér önnur mataræði. Fréttablaðið/Anton Brink Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent