Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:22 Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann. Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst óska eftir frestun á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu fram yfir 31. október, takist ekki að fá breska þingið til að samþykkja útgöngusamning fyrir laugardag. Þetta staðfestir Brexitmálaráðherrann Stephen Barclay.Barclay greindi þingnefnd frá því að forsætisráðherrann muni fara að þeim lögum sem þingið samþykkti í síðasta mánuði og er ætlað að koma í veg fyrir að Bretlands gangi úr sambandinu í lok mánaðar án samnings. Lögin sem um ræðir neyða Johnson til að fara fram á þriggja mánaða frestun á útgöngu sem myndi þýða að Bretland gengi úr ESB síðasta dag janúarmánaðar 2020. Johnson hefur ítrekað lofað því að koma Bretlandi út úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Myndi hann frekar vilja „vera dauður í skurði“ en að óska eftir frekari frestun.Viðræður í Downingstræti Leiðtogar Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) hafa átt í viðræðum við Johnson í Downing stræti 10 í dag til að ræða mögulegan útgöngusamning, en DUP ver stjórn Íhaldsflokksins falli. Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. Enn er deilt um fyrirkomulag varðandi tolla og skattamál, sem og hvernig málum skuli háttað á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Johnson verður að ná að sannfæra þingmenn DUP og Brexit-sinna í Íhaldsflokknum um að samþykkja samninginn þannig að náist að koma honum í gegnum þingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst óska eftir frestun á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu fram yfir 31. október, takist ekki að fá breska þingið til að samþykkja útgöngusamning fyrir laugardag. Þetta staðfestir Brexitmálaráðherrann Stephen Barclay.Barclay greindi þingnefnd frá því að forsætisráðherrann muni fara að þeim lögum sem þingið samþykkti í síðasta mánuði og er ætlað að koma í veg fyrir að Bretlands gangi úr sambandinu í lok mánaðar án samnings. Lögin sem um ræðir neyða Johnson til að fara fram á þriggja mánaða frestun á útgöngu sem myndi þýða að Bretland gengi úr ESB síðasta dag janúarmánaðar 2020. Johnson hefur ítrekað lofað því að koma Bretlandi út úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Myndi hann frekar vilja „vera dauður í skurði“ en að óska eftir frekari frestun.Viðræður í Downingstræti Leiðtogar Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) hafa átt í viðræðum við Johnson í Downing stræti 10 í dag til að ræða mögulegan útgöngusamning, en DUP ver stjórn Íhaldsflokksins falli. Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. Enn er deilt um fyrirkomulag varðandi tolla og skattamál, sem og hvernig málum skuli háttað á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Johnson verður að ná að sannfæra þingmenn DUP og Brexit-sinna í Íhaldsflokknum um að samþykkja samninginn þannig að náist að koma honum í gegnum þingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30