Orkusækinn iðnaður skapar mikinn þjóðhagslegan ávinning Ingólfur Bender skrifar 16. október 2019 08:30 Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Stóriðja Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun