Fordæma aðgerðarleysi UEFA og að leikur Englands hafi ekki verið flautaður af Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2019 07:00 Stuðningsmenn Englands stóðu með sínum mönnum. Stuðningsmenn Búlgaríu hegðuðu sér ekki eins vel. vísir/getty Samtökin Kick It Out, sem vinna gegn kynþáttaníði í fótbolta, gáfu út yfirlýsingu í kjölfar leiks Búlgaríu og Englands í gærkvöld þar sem þau segja að hætta hefði átt við leikinn. Dómari leiksins þurfti tvisvar að stoppa leikinn vegna kynþáttaníðs búlgörsku stuðningsmannanna. Leikurinn hélt þó áfram og lauk með 6-0 sigri Englands. „Okkur býður við því ógeðslega kynþáttaníði sem var beint að enska karlalandsliðinu í kvöld af búlgörsku stuðningsmönnunum.“ „Sjónvarpsupptökur sýndu meðal annars nasistahreyfingar og apahljóð.“ „Við fögnum Gareth Southgate, starfsfólki hans og leikmönnum fyrir hvernig þau tóku á þessu. Við viljum veita þeim, fjölskyldum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir þessu fullan stuðning.“ Eftir að dómari leiksins stöðvaði leikinn í annað sinn var hann í rétti til þess að láta leikmenn yfirgefa völlinn samkvæmt reglum UEFA. Hann gerði það hins vegar ekki því Gareth Southgate og leikmennirnir vildu spila áfram. „Við erum ánægð með að reglum var fylgt af dómurunum en UEFA verður að útskýra afhverju leikmennirnir voru ekki sendir til búningsherbergja í annað sinn sem leikurinn var stöðvaður.“ „Þar sem sjónvarpsupptökur sýna að kynþáttaníðið hélt áfram í seinni hálfleik þá er óásættanlegt að leikurinn hafi haldið áfram. Dómarinn hefði átt að flauta leikinn af.“ „Það er kominn tími til að UEFA stígi upp. Þeir hafa sleppt því að taka afgerandi á þessu í allt of langan tíma. Það að leikurinn fór fram með hluta stúkunnar lokaða sýnir að refsanir UEFA eru ekki að gera sitt.“ „Ef UEFA er annt um að berjast við kynþáttaníð þá verða næstu skref að vera stiga frádráttur og útilokun úr keppnum.“ EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Samtökin Kick It Out, sem vinna gegn kynþáttaníði í fótbolta, gáfu út yfirlýsingu í kjölfar leiks Búlgaríu og Englands í gærkvöld þar sem þau segja að hætta hefði átt við leikinn. Dómari leiksins þurfti tvisvar að stoppa leikinn vegna kynþáttaníðs búlgörsku stuðningsmannanna. Leikurinn hélt þó áfram og lauk með 6-0 sigri Englands. „Okkur býður við því ógeðslega kynþáttaníði sem var beint að enska karlalandsliðinu í kvöld af búlgörsku stuðningsmönnunum.“ „Sjónvarpsupptökur sýndu meðal annars nasistahreyfingar og apahljóð.“ „Við fögnum Gareth Southgate, starfsfólki hans og leikmönnum fyrir hvernig þau tóku á þessu. Við viljum veita þeim, fjölskyldum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir þessu fullan stuðning.“ Eftir að dómari leiksins stöðvaði leikinn í annað sinn var hann í rétti til þess að láta leikmenn yfirgefa völlinn samkvæmt reglum UEFA. Hann gerði það hins vegar ekki því Gareth Southgate og leikmennirnir vildu spila áfram. „Við erum ánægð með að reglum var fylgt af dómurunum en UEFA verður að útskýra afhverju leikmennirnir voru ekki sendir til búningsherbergja í annað sinn sem leikurinn var stöðvaður.“ „Þar sem sjónvarpsupptökur sýna að kynþáttaníðið hélt áfram í seinni hálfleik þá er óásættanlegt að leikurinn hafi haldið áfram. Dómarinn hefði átt að flauta leikinn af.“ „Það er kominn tími til að UEFA stígi upp. Þeir hafa sleppt því að taka afgerandi á þessu í allt of langan tíma. Það að leikurinn fór fram með hluta stúkunnar lokaða sýnir að refsanir UEFA eru ekki að gera sitt.“ „Ef UEFA er annt um að berjast við kynþáttaníð þá verða næstu skref að vera stiga frádráttur og útilokun úr keppnum.“
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira