„Var með samviskubit að vera leggja þetta aftur á hann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2019 12:30 Elín Sandra Skúladóttir barðist við krabbamein og breytti alfarið um lífstíl. Mæðgurnar Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Efemía Gísladóttir notuðu ákveðið hollt mataræði til þess að hjálpa sér í sínum veikindum. Elín segir frá því hvernig hún flýtti og auðveldaði sér lækningu og baráttuna við erfitt brjóstakrabbamein. Og móðir hennar Efemía var með mikla gigt og þurfti orðið stera og krabbameinslyf við henni en breytti um mataræði og í dag er hún lyfjalaus og verkjalaus. Vala Matt ræddi við þær í Íslandi í dag á föstudagskvöldið fyrir heilsuráðstefnu í Hörpu sem verður haldin 16.október. Þar koma fram heimsþekktir læknar og sérfræðingar á sviðinu. Fyrir tveimur árum fékk Elín slæmt hormónatengt brjóstakrabbamein og þegar hún fékk þá greiningu ákvað hún að breyta alveg um lífstíl og matarræði. Hún upplifði að öll krabbameinsmeðferðin varð léttari eftir að hún gerðist grænkeri eða vegan. „Ég byrjaði á því að fara í lyfjameðferð því þeir vildu fylgjast með því hvernig æxlin voru að haga sér. Þeir þurftu að vita hvort þau væru að minnka og bara hvernig þau væru að haga sér,“ segir Elín en eftir lyfjameðferðina fór hún í brjóstnám. „Ég fór í tvöfalt brjóstnám og byrjaði í uppbyggingu í leiðinni og svo eftir það andhormónameðferð sem ég þarf að vera í einhver ár,“ segir Elín en eiginmaður hennar er í dag að upplifa þetta í annað sinn. „Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini 2009 og verið í langri baráttu með henni þannig að þetta var alveg gríðarlegt áfall fyrir hann og okkur öll. Mér leið illa og var með samviskubit að vera leggja þetta aftur á hann. Ég ætlaði mér að lifa þetta af og ætlaði mér að gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að lifa þetta af,“ segir Elín sem fór strax að skoða allskonar rannsóknir.Fattaði fljótlega að kjötið þyrfti að víkja „Ég fór fljótalega að sjá að ég þurfti að draga úr kjötneyslu og sérstaklega unnum kjötvörum og rauðu kjöti. Ég ákvað síðan að fara alla leið til að hámarka líkurnar á að þetta gangi vel.“ Hún segist vera fullviss um að breyttur lífstíll hafi hjálpað henni í gegnum meðferðina. „Ég upplifði þetta svolítið eins og ég væri að setjast upp í rússíbana og ég vissi ekkert hvernig þessi rússíbani yrði og hvað hann væri langur og hvort það væri einhverstaðar gat á honum. Það var mín upplifun að setjast í sætið og byrjar lyfjagjöfina. Hún reyndist miklu léttari en ég átti von á. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að lyfjameðferðin hafi verið svakalega erfið en ég var svo fljótt að jafna mig eftir hverja gjöf. Ég átti nokkra slæma daga þar sem ég var í rúminu en svo reis ég alltaf upp og þá varð ég ótrúlega hress. Ég held að þar hafi mataræðið skipt sköpum.“ Hún segir að eftir svona meðferð þarf líkaminn að byggja sig aftur upp og það sé þá gott að vera á góðu matarræði. „Hún segir að sykurinn hafi verið langerfiðastur. Minn gamli og góði vinur. Ég hef alltaf haft sæta tönn og fundist hann góður. Ég hélt samt að ég væri ekki ein af þeim sem borðaði hann af tilfinningalegum ástæðum. En þegar ég tók hann út var oft eins og einhver náinn ástvinur væri búinn að deyja. Ég saknaði hans svo mikið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Mæðgurnar Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Efemía Gísladóttir notuðu ákveðið hollt mataræði til þess að hjálpa sér í sínum veikindum. Elín segir frá því hvernig hún flýtti og auðveldaði sér lækningu og baráttuna við erfitt brjóstakrabbamein. Og móðir hennar Efemía var með mikla gigt og þurfti orðið stera og krabbameinslyf við henni en breytti um mataræði og í dag er hún lyfjalaus og verkjalaus. Vala Matt ræddi við þær í Íslandi í dag á föstudagskvöldið fyrir heilsuráðstefnu í Hörpu sem verður haldin 16.október. Þar koma fram heimsþekktir læknar og sérfræðingar á sviðinu. Fyrir tveimur árum fékk Elín slæmt hormónatengt brjóstakrabbamein og þegar hún fékk þá greiningu ákvað hún að breyta alveg um lífstíl og matarræði. Hún upplifði að öll krabbameinsmeðferðin varð léttari eftir að hún gerðist grænkeri eða vegan. „Ég byrjaði á því að fara í lyfjameðferð því þeir vildu fylgjast með því hvernig æxlin voru að haga sér. Þeir þurftu að vita hvort þau væru að minnka og bara hvernig þau væru að haga sér,“ segir Elín en eftir lyfjameðferðina fór hún í brjóstnám. „Ég fór í tvöfalt brjóstnám og byrjaði í uppbyggingu í leiðinni og svo eftir það andhormónameðferð sem ég þarf að vera í einhver ár,“ segir Elín en eiginmaður hennar er í dag að upplifa þetta í annað sinn. „Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini 2009 og verið í langri baráttu með henni þannig að þetta var alveg gríðarlegt áfall fyrir hann og okkur öll. Mér leið illa og var með samviskubit að vera leggja þetta aftur á hann. Ég ætlaði mér að lifa þetta af og ætlaði mér að gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að lifa þetta af,“ segir Elín sem fór strax að skoða allskonar rannsóknir.Fattaði fljótlega að kjötið þyrfti að víkja „Ég fór fljótalega að sjá að ég þurfti að draga úr kjötneyslu og sérstaklega unnum kjötvörum og rauðu kjöti. Ég ákvað síðan að fara alla leið til að hámarka líkurnar á að þetta gangi vel.“ Hún segist vera fullviss um að breyttur lífstíll hafi hjálpað henni í gegnum meðferðina. „Ég upplifði þetta svolítið eins og ég væri að setjast upp í rússíbana og ég vissi ekkert hvernig þessi rússíbani yrði og hvað hann væri langur og hvort það væri einhverstaðar gat á honum. Það var mín upplifun að setjast í sætið og byrjar lyfjagjöfina. Hún reyndist miklu léttari en ég átti von á. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að lyfjameðferðin hafi verið svakalega erfið en ég var svo fljótt að jafna mig eftir hverja gjöf. Ég átti nokkra slæma daga þar sem ég var í rúminu en svo reis ég alltaf upp og þá varð ég ótrúlega hress. Ég held að þar hafi mataræðið skipt sköpum.“ Hún segir að eftir svona meðferð þarf líkaminn að byggja sig aftur upp og það sé þá gott að vera á góðu matarræði. „Hún segir að sykurinn hafi verið langerfiðastur. Minn gamli og góði vinur. Ég hef alltaf haft sæta tönn og fundist hann góður. Ég hélt samt að ég væri ekki ein af þeim sem borðaði hann af tilfinningalegum ástæðum. En þegar ég tók hann út var oft eins og einhver náinn ástvinur væri búinn að deyja. Ég saknaði hans svo mikið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira