Einn maður – eitt atkvæði Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna.
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar