Strákarnir okkar fengu ekki langan tíma til að jafna sig eftir tapið fyrir Frakklandi í undankeppni EM 2020 á föstudagskvöldið. Þeir mæta Andorra á Laugardalsvelli annað kvöld.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í morgun og má hann sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alfreð kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Frakklandi en hann hefur verið að koma sér aftur af stað eftir að hafa gengist undir aðgerð í apríl síðastliðnum.
Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á öðru af efstu tveimur sætum H-riðils. Okkar menn eru nú í þriðja sæti með tólf stig, sex stigum á eftir Tyrkjum og Frökkum.
Ísland þarf helst að vinna alla síðustu þrjá leiki sína í riðlinum (Andorra á morgun, Tyrkland og Moldóva ytra í næsta mánuði) og treysta á að Frakkar vinni Tyrki. Annað sæti riðilsins verður þá Íslands.
Sjáðu blaðamannafund landsliðsins fyrir leikinn gegn Andorra
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar