Handbolti

Snorri Steinn: Þetta er ekki eðlilegt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. vísir/daníel
„Tvær mínútur, tæknifeilar og við nýtum ekki færin,“ var það sem gerðist á lokakaflanum hjá Val að mati Snorra Steins Guðjónssonar, þjálfara Vals.

Valur tapaði með minnsta mun, 25-24, fyrir Haukum í sjöttu umferð Olís-deildar karla í kvöld og eru Valsmenn með þrjú stig eftir fyrstu sex umferðirnar.

„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, fyrir utan Fram leikinn þá hefur þetta verið svona hjá okkur. Við erum með undirtökin í leikjunum en þeir virðast ekki þola það,“ sagði Snorri um leikinn

Valur gat jafnað leikinn þegar um mínúta var eftir af leiknum en fyrst missir Róbert Aron Hostert boltann úr höndum sér og strax í næstu sókn missir Magnús Óli Magnússon boltann.

Snorri segist ekki vita hvað þeim gekk til en segir að þetta sé alls ekki eðlilegt.

„Þú verður að spyrja þá að því. Þetta er ekki eðlilegt.“

Valur átti virkilega góða kafla í leiknum, enn misstu forystuna niður hvað eftir annað líkt og í síðustu leikjum.

Snorri segist þó ekki taka neitt jákvætt með sér úr þessum leik eins og er enda gríðarlega svekktur.

„Það er ekkert jákvætt sem ég tek með mér úr þessum leik akkúrat núna, við erum ekki að vinna leiki og það er það eina sem við þurfum á að halda“ sagði Snorri að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×