Hinn handtekni reyndist ekki vera morðinginn Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 18:54 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára.
Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Sjá meira
Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19
Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56