Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 16:45 Frá Ras al-Ayn í vikunni Getty/Anadolu Agency Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn. Innrásin og framganga Tyrkja hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en enn er baráttuhugur í tyrkneskum stjórnvöldum og heldur innrásin því áfram. AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Tyrkja greindi frá því á opinberum Twitter-aðgangi sínum að miðborg Ras al-Ayn væri komin undir tyrknesk yfirráð í vel heppnuðum aðgerðum Tyrkja austur af ánni Efrat. Yfirlýst markmið tyrkneskra yfirvalda með innrásinni, sem kölluð er Vor Friðar (e. Peace spring), er að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands. Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan staðfesti að árásir beindust gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS.Arababandalagið fordæmir innrásina Nokkrum dögum áður hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnt að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi, var ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Þá hafa tyrkneskar hersveitir einnig náð mikilvægum samgönguleiðum í norðanverðu Sýrlandi á sitt vald. Vegirnir sem Tyrkir náðu á sitt vald tengja bæina Manbuj og Qamishli og þá var einnig lokað á milli Hassakeh og Aleppo. Á fundi sínum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, fordæmdi Arababandalagið, bandalag 22 þjóða, innrásina í Sýrland. Bandalagið kallaði eftir viðurlögum gegn Tyrkjum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45