Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar Ribe-Esbjerg fékk Bjerringbro-Silkeborg í heimsókn.
Óhætt er að segja að Íslendingarnir í liði Ribe-Esbjerg hafi verið allt í öllu í leik liðsins þar sem Rúnar Kárason var markahæsti maðurinn á vellinum með 9 mörk og 5 stoðsendingar. Gunnar Steinn Jónsson gerði 5 mörk og Daníel Þór Ingason bætti 3 mörkum í sarpinn.
Lauk leiknum með fjögurra marka sigri Ribe-Esbjerg, 30-26 en Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað í liði Bjerringbro-Silkeborg.
Rúnar markahæstur í sigri á Silkeborg
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

