Og sigurvegarinn er … ha, hver? Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2019 12:00 Snæbjörn reyndi að komast hjá því framan af að vera titlaður höfundur sögunnar sem hafði sigur í samkeppninni. visir/vilhelm Útgáfubransinn sem og áhugafólk um bókmenntir rak upp stór augu þegar kom á daginn að sigurvegari í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin væri Snæbjörn Arngrímsson. Þau fær hann fyrir barna- og unglingabókina Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins, sem fjallar um hræðilega ráðgátu og hugrökk og huglaus börn. Nafn höfundar er þekkt í bókabransanum en að sama skapi ekki þekkt nafn á lista yfir höfunda. Saga Snæbjörns sem útgefanda er reyndar ævintýri út af fyrir sig. Meira um það síðar en þetta er frumraun hans sem höfundur bókar. Þegar nafnið Snæbjörn Arngrímsson kom upp úr umslaginu sem fylgdi handritinu sem var ekki opnað fyrr en niðurstaða lá fyrir – keppnin var þannig að dómnefndin vissi ekki hvaða höfundur stóð að baki innsendu handriti – rauk framkvæmdastjóri Forlagsins upp til handa og fóta, hringdi í Snæbjörn hvar hann býr í Danmörku og spurði ringlaður hvort það væri verið að gera at í sér?Vildi helst ekki gefa sig fram Eða, þannig heyrði blaðamaður Vísis söguna. Snæbjörn segir hana reyndar ítarlegri og flóknari. „Í staðinn fyrir að setja mitt nafn í umslagið setti ég nafn ónefndrar konu og símanúmer. Ég vildi gefa bókina út án höfundar. Ef ég myndi vinna þessi verðlaun þá vildi ég ekki vera höfundurinn. Vildi hafa það þannig að höfundurinn aldrei fram. Ætlaði að láta þessa bók standa fyrir sig án höfundar. Bara eitthvað feik-nafn. Ég er ekki mikið gefinn fyrir sviðsljósið sjálfur og var að vonast til að það skipti ekki máli,“ segir Snæbjörn og reynir að útskýra þetta fyrir blaðamanni.Höfundur á að baki ævintýralegan feril í bókabransanum en þá sem útgefandi, ekki höfundur.visir/vilhelmSímanúmerið í umslaginu var sem sagt Snæbjörns sem sagði kona í Mozambique og það væri hugsanlega hægt að koma á hana boðum. Svo gekk það fram og til baka, miklar spurningar um höfundinn þar til Snæbjörn tók að óttast að þau vildu ekki veita verðlaunin ef þetta færi út í einhvern fíflagang.„Ég gaf mig því fram og Egill [Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins] átti erfitt með að trúa því að þetta væri ég, eðlilega,“ segir Snæbjörn og vísar til þess að hann hafi í gegnum tíðina verið uppátækjasamur í útgáfustarfi. Óútreiknanlegur. Egill Örn hafði engan hug á að vera hafður að háði og spotti af þessum fyrrum harða keppinauti sínum. En, þá var þetta svona í pottinn búið. Leikur með hinn óræða höfund Ekki er það bara svo að Snæbjörn væri í einhverjum leik af því bara; þarna eru pælingar að baki sem vísa bæði út fyrir sig og inná við. Í útgáfubransann er þekkt að dulúð leiki um suma höfunda, hverjir þeir eru og svo vilja aðrir hreinlega ekki veita viðtöl eins og J. D. Salinger, jafnvel Arnaldur sem er dularfullur og kannski má ekki gleyma Stellu Blómkvist. Sem togast á við það að útgefendur vilja jafnframt gefa út verk þegar svo ber undir eftir þekkta einstaklinga. Sem léttir þeim lífið við kynningar. En, svo tengist þetta einnig pælingum um frásagnarhátt og óræðum mörkum milli höfundar og sögumanns. „Já, sagan fjallar að einhverju leyti um það. Sögumaður heldur því stöðugt fram að verið sé að segja frá raunverulegum atburðum. Ég heillast af slíku, var hrifinn af Paul Auster á sínum tíma og pælingum um hver er höfundur? Ég er að leika mér mikið með það í þessari sögu; er þetta skáldskapur eða sönn saga? Sögumaðurinn segir að svona hafi þetta verið, trúðu því, trúðu mér!“Fyrsta bók höfundar reynist verðlaunagripur Snæbjörn segir að Æsa Guðrún Bjarnadóttir formaður dómnefndar hafi tjáð sér að hún hafi fengið tíu ára gamla dóttur sína til að lesa söguna og þetta atriði hafi verið mikið mál fyrir hana: Er þetta rétt? Er þetta satt? Gerðist þetta? Byggir þetta á sönnum atburðum? „Sem gefur sögunni aðra vídd. Er þetta skáldskapur eða veruleiki. Sá er leikurinn í þessari bók, að fá lesendur til að velta því fyrir sér.“ Þó Snæbjörn hafi lengi verið viðloðandi útgáfustarfsemi og fengist við þýðingar er þetta hans fyrsta bók. Hann segist einfaldlega hafa séð þessa auglýsingu og ákveðið að senda inn handrit.Snæbjörn Arngrímsson. Eftir að hafa marga fjöruna sopið í bókabransanum er hann nú fyrsta sinni með nafn sitt á kápu bókar sem höfundur.„Já, þetta er mín fyrsta tilraun til skáldskapargerðar. Ég sem aðdáandi Harry Potter vildi ég skrifa bók þar sem lesandinn verður gagntekinn við lestur; spennubók sem grípur lesandann. En um leið er ég alltaf að hugsa um börn sem vitsmunaverur. Það þarf ekki endalaust að kitla þau, maður getur alveg talað við þau sem vitsmunaverur og kynnt þau fyrir bókmenntaforminu sem listformi. Frásögn sögu getur verið svo grípandi, skemmtileg og áhugaverð. Börn geta gleymt sér í söguheimi, það er svo eftirsóknarvert. Að sökkva í söguheim.“Hugsjónamennska og basl Og svo það sé nú sagt þá er Snæbjörn ljúga neinu til um það. Bókin er grípandi og æsispennandi, jafnvel fyrir blaðamann sem er kominn til ára sinna. Ferill Snæbjörns sjálfs í bókaútgáfu er reyndar ævintýri út af fyrir sig eins og áður sagði. Þegar hann var í háskólanámi stofnaði hann af einskærri hugsjónamennsku bókaforlagið Bjart. Þá var hugmyndin að gefa út þýddan skáldskap frá öllum heimshornum og verk ungra höfunda. Var þá ekkert endilega horft til þess hvað væri söluvænlegt heldur var bókmenntagildið ofar öðru. „Já, ég var í háskólanum, átti þrjú börn, var með heimili, þetta var ekki auðvelt efnahagslega í byrjun. Að reka forlag á þessum nótum. Ég hafði fjölskyldu til að sjá fyrir,“ segir Snæbjörn sem fór á þeim tíma að velta því fyrir sér að hann þyrfti nú eiginlega að finna metsölubók. Harry Potter breytir lífi Snæbjörns „Ég var svo grísinn að fyrsta bókin sem ég pantaði til Íslands til að lesa út frá þeirri hugmynd var Harry Potter. Ég hafði samband við umboðsmann Rowling og bað hann um að senda mér bókina. Hann heitir Cristopher Little, en Rowling valdi hann á sínum tíma af því að henni þótti nafnið svo gott. Kristófer Litli.“Hugsjónamennskan í bókaútgáfunni var basl og Snæbjörn hugsaði með sér að hann þyrfti að finna metsölubók. Og sá stóri hljóp umsvifalaust á snæri Snæa.visir/vilhelmSjálf hógværðin er innbyggð í heitið og Christopher Little stóð alveg undir nafni með það, hann var reyndar svo hógvær að það reyndist til trafala í umboðsmennskunni segir Snæbjörn sem þurfti lengi að ganga á eftir honum með að senda sér bókina. „En loksins sendi hann mér bókina og ég keypti útgáfuréttinn. Ég fékk mann til að þýða hana en sá maður hafði aldrei tíma til að sinna því. Þetta var fyrir tíma internetsins og tíðindi bárust ekki á milli landa eins hratt og nú er. Rowling var að gefa út sína þriðju bók og ég var enn að vesenast með þetta. Svo sá ég forsíðu The Times, með mynd af JK Rowling þar sem hún var kynnt sem „the next big thing“. Það leið næstum því yfir mig og ég flýtti mér að fá þýðinguna í gegn og gaf bókina út tveimur mánuðum síðar.“Og eftir Potter kom Dan Brown og Danmörk Og framhaldið þekkja flestir. Snæbjörn segir að þetta hafi verið lykillinn að því að hægt var að reka forlagið með sæmilegum myndarbrag. Og enn hljóp á snærið hjá Snæbirni þegar hann rak tærnar á Dan Brown og Da Vinci lykilinn. Bók sem sló rækilega í gegn á heimsvísu. Það ríkti hálfgert Dan Brown æði á Íslandi eftir að hann gaf bókina út hér á landi ogallir útgefendur, en í þann tíð var útgáfustarfsemi dreifðari en nú er, vildu Dan Brown kveðið hafa. „Það var heppilegt því við stofnuðum forlag í Danmörku, Hr. Ferdinant og gáfum út Da Vincy lykilinn þar. Það var gaman að gefa út svo mikla metsölubók á svo stórum markaði. Við seldum eina milljón eintaka af Dan Brown. Það er annar heimur og skemmtilegt að kynnast því,“ segir Snæbjörn sem flutti til Danmerkur og hefur verið búsettur þar síðan eða undanfarin 13 árin. Þar unir hann hag sínum vel. „Svo kom raunar að því, þegar ég var búinn að vinna lengi úti í Danmörku og öll samskipti voru á dönsku og ensku að þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Ég var hættur að skrifa á íslensku. Og mér var að fara aftur í íslenskunni. Mér brá við það og fór þá að halda dagbók bara til að æfa mig á að skrifa á íslensku. Og hef skrifað dagbók á hverjum degi síðan,“ segir Snæbjörn. En, þessi dagbókarskrif urðu svo upphaf þess að hann tók til við að skrúfa saman þá sögu sem reyndist umrædd verðlaunasaga. Óvart ólífubóndi á Ítalíu Ævintýrin hafa reyndar elt Snæbjörn, hann hefur nú komið sér upp húsi í Hvalfirði og sér fyrir sér að verja nú meiri tíma á Íslandi en á undanförnum árum. En, hann er einnig ólífubóndi á Ítalíu. „Já, ég á land á suður-Ítalíu. Á austurströndinni. Á Gargano-skaga. Lítinn ólífulund,“ segir Snæbjörn sem segir skemmtilegt hvernig það kom til. Þannig var að Snæbjörn var að þýða bók um sögu ólífuolíunnar. Sem þau gáfu út. Þetta var tilraun til að gefa eitthvað annað en skáldskap út. En, það reyndist Snæbirni erfitt, hreinlega leiðinlegt og hann fór þá út í að semja samhliða sögu um fjölskyldu sem kaupir búgarð og byrjar að rækta ólífuolíu, keypti sauðfé til að skíta á ólífutrén til áburðar og svo framvegis.Snæbjörn er goðsögn í bókabransanum en ekki sem höfundur. Nú staddur á Íslandi, þetta er ekki ólífulundurinn hans á Ítalíu.visir/vilhelm„Þetta var gert með hraði, samprent og ég segi við konu mína; af hverju gerum við þetta ekki? Kaupum ólífulund á Ítalíu og förum að rækta ólífur.“ Snæbjörn lét ekki sitja við orðin tóm heldur sendi út fyrirspurn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Mikil viðbrögð og það endaði með því að við keyptum skika. Þetta var árið 2004 og það gengur vel. Glimrandi.“Hvergi nærri hættur að skrifa En, eins og áður sagði stendur til að verja að verja meiri tíma á Íslandi en á undanförnum árum. Í Hvalfirði þar sem fjörðurinn og Botnsúlurnar blasa við. „Strákarnir okkar í Danmörku eru orðnir stórir. Við erum ekki eins bundin þar. Hér fer vel um okkur,“ segir Snæbjörn sem á stóra fjölskyldu á Íslandi og vill geta tekið á móti henni þegar svo ber undir. Í Hvalfirðinum sem er orðin paradís steinsnar frá höfuðstaðnum eftir að ferðalangar fóru að fara göngin. Nú sést þar ekki bíll nema í hæsta lagi á korters fresti. Og stendur þá til að reyna sig meira á þessu sviði, við skáldskapinn?„Já, nú er ég að skrifa. Meira um þennan söguheim sem ég bjó til, Harry Potter tvö,“ segir Snæbjörn og hlær. „Ég er að skrifa bók númer tvö um þessar sömu aðalpersónur, sem eru tveir krakkar.“ Bókmenntir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Útgáfubransinn sem og áhugafólk um bókmenntir rak upp stór augu þegar kom á daginn að sigurvegari í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin væri Snæbjörn Arngrímsson. Þau fær hann fyrir barna- og unglingabókina Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins, sem fjallar um hræðilega ráðgátu og hugrökk og huglaus börn. Nafn höfundar er þekkt í bókabransanum en að sama skapi ekki þekkt nafn á lista yfir höfunda. Saga Snæbjörns sem útgefanda er reyndar ævintýri út af fyrir sig. Meira um það síðar en þetta er frumraun hans sem höfundur bókar. Þegar nafnið Snæbjörn Arngrímsson kom upp úr umslaginu sem fylgdi handritinu sem var ekki opnað fyrr en niðurstaða lá fyrir – keppnin var þannig að dómnefndin vissi ekki hvaða höfundur stóð að baki innsendu handriti – rauk framkvæmdastjóri Forlagsins upp til handa og fóta, hringdi í Snæbjörn hvar hann býr í Danmörku og spurði ringlaður hvort það væri verið að gera at í sér?Vildi helst ekki gefa sig fram Eða, þannig heyrði blaðamaður Vísis söguna. Snæbjörn segir hana reyndar ítarlegri og flóknari. „Í staðinn fyrir að setja mitt nafn í umslagið setti ég nafn ónefndrar konu og símanúmer. Ég vildi gefa bókina út án höfundar. Ef ég myndi vinna þessi verðlaun þá vildi ég ekki vera höfundurinn. Vildi hafa það þannig að höfundurinn aldrei fram. Ætlaði að láta þessa bók standa fyrir sig án höfundar. Bara eitthvað feik-nafn. Ég er ekki mikið gefinn fyrir sviðsljósið sjálfur og var að vonast til að það skipti ekki máli,“ segir Snæbjörn og reynir að útskýra þetta fyrir blaðamanni.Höfundur á að baki ævintýralegan feril í bókabransanum en þá sem útgefandi, ekki höfundur.visir/vilhelmSímanúmerið í umslaginu var sem sagt Snæbjörns sem sagði kona í Mozambique og það væri hugsanlega hægt að koma á hana boðum. Svo gekk það fram og til baka, miklar spurningar um höfundinn þar til Snæbjörn tók að óttast að þau vildu ekki veita verðlaunin ef þetta færi út í einhvern fíflagang.„Ég gaf mig því fram og Egill [Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins] átti erfitt með að trúa því að þetta væri ég, eðlilega,“ segir Snæbjörn og vísar til þess að hann hafi í gegnum tíðina verið uppátækjasamur í útgáfustarfi. Óútreiknanlegur. Egill Örn hafði engan hug á að vera hafður að háði og spotti af þessum fyrrum harða keppinauti sínum. En, þá var þetta svona í pottinn búið. Leikur með hinn óræða höfund Ekki er það bara svo að Snæbjörn væri í einhverjum leik af því bara; þarna eru pælingar að baki sem vísa bæði út fyrir sig og inná við. Í útgáfubransann er þekkt að dulúð leiki um suma höfunda, hverjir þeir eru og svo vilja aðrir hreinlega ekki veita viðtöl eins og J. D. Salinger, jafnvel Arnaldur sem er dularfullur og kannski má ekki gleyma Stellu Blómkvist. Sem togast á við það að útgefendur vilja jafnframt gefa út verk þegar svo ber undir eftir þekkta einstaklinga. Sem léttir þeim lífið við kynningar. En, svo tengist þetta einnig pælingum um frásagnarhátt og óræðum mörkum milli höfundar og sögumanns. „Já, sagan fjallar að einhverju leyti um það. Sögumaður heldur því stöðugt fram að verið sé að segja frá raunverulegum atburðum. Ég heillast af slíku, var hrifinn af Paul Auster á sínum tíma og pælingum um hver er höfundur? Ég er að leika mér mikið með það í þessari sögu; er þetta skáldskapur eða sönn saga? Sögumaðurinn segir að svona hafi þetta verið, trúðu því, trúðu mér!“Fyrsta bók höfundar reynist verðlaunagripur Snæbjörn segir að Æsa Guðrún Bjarnadóttir formaður dómnefndar hafi tjáð sér að hún hafi fengið tíu ára gamla dóttur sína til að lesa söguna og þetta atriði hafi verið mikið mál fyrir hana: Er þetta rétt? Er þetta satt? Gerðist þetta? Byggir þetta á sönnum atburðum? „Sem gefur sögunni aðra vídd. Er þetta skáldskapur eða veruleiki. Sá er leikurinn í þessari bók, að fá lesendur til að velta því fyrir sér.“ Þó Snæbjörn hafi lengi verið viðloðandi útgáfustarfsemi og fengist við þýðingar er þetta hans fyrsta bók. Hann segist einfaldlega hafa séð þessa auglýsingu og ákveðið að senda inn handrit.Snæbjörn Arngrímsson. Eftir að hafa marga fjöruna sopið í bókabransanum er hann nú fyrsta sinni með nafn sitt á kápu bókar sem höfundur.„Já, þetta er mín fyrsta tilraun til skáldskapargerðar. Ég sem aðdáandi Harry Potter vildi ég skrifa bók þar sem lesandinn verður gagntekinn við lestur; spennubók sem grípur lesandann. En um leið er ég alltaf að hugsa um börn sem vitsmunaverur. Það þarf ekki endalaust að kitla þau, maður getur alveg talað við þau sem vitsmunaverur og kynnt þau fyrir bókmenntaforminu sem listformi. Frásögn sögu getur verið svo grípandi, skemmtileg og áhugaverð. Börn geta gleymt sér í söguheimi, það er svo eftirsóknarvert. Að sökkva í söguheim.“Hugsjónamennska og basl Og svo það sé nú sagt þá er Snæbjörn ljúga neinu til um það. Bókin er grípandi og æsispennandi, jafnvel fyrir blaðamann sem er kominn til ára sinna. Ferill Snæbjörns sjálfs í bókaútgáfu er reyndar ævintýri út af fyrir sig eins og áður sagði. Þegar hann var í háskólanámi stofnaði hann af einskærri hugsjónamennsku bókaforlagið Bjart. Þá var hugmyndin að gefa út þýddan skáldskap frá öllum heimshornum og verk ungra höfunda. Var þá ekkert endilega horft til þess hvað væri söluvænlegt heldur var bókmenntagildið ofar öðru. „Já, ég var í háskólanum, átti þrjú börn, var með heimili, þetta var ekki auðvelt efnahagslega í byrjun. Að reka forlag á þessum nótum. Ég hafði fjölskyldu til að sjá fyrir,“ segir Snæbjörn sem fór á þeim tíma að velta því fyrir sér að hann þyrfti nú eiginlega að finna metsölubók. Harry Potter breytir lífi Snæbjörns „Ég var svo grísinn að fyrsta bókin sem ég pantaði til Íslands til að lesa út frá þeirri hugmynd var Harry Potter. Ég hafði samband við umboðsmann Rowling og bað hann um að senda mér bókina. Hann heitir Cristopher Little, en Rowling valdi hann á sínum tíma af því að henni þótti nafnið svo gott. Kristófer Litli.“Hugsjónamennskan í bókaútgáfunni var basl og Snæbjörn hugsaði með sér að hann þyrfti að finna metsölubók. Og sá stóri hljóp umsvifalaust á snæri Snæa.visir/vilhelmSjálf hógværðin er innbyggð í heitið og Christopher Little stóð alveg undir nafni með það, hann var reyndar svo hógvær að það reyndist til trafala í umboðsmennskunni segir Snæbjörn sem þurfti lengi að ganga á eftir honum með að senda sér bókina. „En loksins sendi hann mér bókina og ég keypti útgáfuréttinn. Ég fékk mann til að þýða hana en sá maður hafði aldrei tíma til að sinna því. Þetta var fyrir tíma internetsins og tíðindi bárust ekki á milli landa eins hratt og nú er. Rowling var að gefa út sína þriðju bók og ég var enn að vesenast með þetta. Svo sá ég forsíðu The Times, með mynd af JK Rowling þar sem hún var kynnt sem „the next big thing“. Það leið næstum því yfir mig og ég flýtti mér að fá þýðinguna í gegn og gaf bókina út tveimur mánuðum síðar.“Og eftir Potter kom Dan Brown og Danmörk Og framhaldið þekkja flestir. Snæbjörn segir að þetta hafi verið lykillinn að því að hægt var að reka forlagið með sæmilegum myndarbrag. Og enn hljóp á snærið hjá Snæbirni þegar hann rak tærnar á Dan Brown og Da Vinci lykilinn. Bók sem sló rækilega í gegn á heimsvísu. Það ríkti hálfgert Dan Brown æði á Íslandi eftir að hann gaf bókina út hér á landi ogallir útgefendur, en í þann tíð var útgáfustarfsemi dreifðari en nú er, vildu Dan Brown kveðið hafa. „Það var heppilegt því við stofnuðum forlag í Danmörku, Hr. Ferdinant og gáfum út Da Vincy lykilinn þar. Það var gaman að gefa út svo mikla metsölubók á svo stórum markaði. Við seldum eina milljón eintaka af Dan Brown. Það er annar heimur og skemmtilegt að kynnast því,“ segir Snæbjörn sem flutti til Danmerkur og hefur verið búsettur þar síðan eða undanfarin 13 árin. Þar unir hann hag sínum vel. „Svo kom raunar að því, þegar ég var búinn að vinna lengi úti í Danmörku og öll samskipti voru á dönsku og ensku að þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Ég var hættur að skrifa á íslensku. Og mér var að fara aftur í íslenskunni. Mér brá við það og fór þá að halda dagbók bara til að æfa mig á að skrifa á íslensku. Og hef skrifað dagbók á hverjum degi síðan,“ segir Snæbjörn. En, þessi dagbókarskrif urðu svo upphaf þess að hann tók til við að skrúfa saman þá sögu sem reyndist umrædd verðlaunasaga. Óvart ólífubóndi á Ítalíu Ævintýrin hafa reyndar elt Snæbjörn, hann hefur nú komið sér upp húsi í Hvalfirði og sér fyrir sér að verja nú meiri tíma á Íslandi en á undanförnum árum. En, hann er einnig ólífubóndi á Ítalíu. „Já, ég á land á suður-Ítalíu. Á austurströndinni. Á Gargano-skaga. Lítinn ólífulund,“ segir Snæbjörn sem segir skemmtilegt hvernig það kom til. Þannig var að Snæbjörn var að þýða bók um sögu ólífuolíunnar. Sem þau gáfu út. Þetta var tilraun til að gefa eitthvað annað en skáldskap út. En, það reyndist Snæbirni erfitt, hreinlega leiðinlegt og hann fór þá út í að semja samhliða sögu um fjölskyldu sem kaupir búgarð og byrjar að rækta ólífuolíu, keypti sauðfé til að skíta á ólífutrén til áburðar og svo framvegis.Snæbjörn er goðsögn í bókabransanum en ekki sem höfundur. Nú staddur á Íslandi, þetta er ekki ólífulundurinn hans á Ítalíu.visir/vilhelm„Þetta var gert með hraði, samprent og ég segi við konu mína; af hverju gerum við þetta ekki? Kaupum ólífulund á Ítalíu og förum að rækta ólífur.“ Snæbjörn lét ekki sitja við orðin tóm heldur sendi út fyrirspurn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Mikil viðbrögð og það endaði með því að við keyptum skika. Þetta var árið 2004 og það gengur vel. Glimrandi.“Hvergi nærri hættur að skrifa En, eins og áður sagði stendur til að verja að verja meiri tíma á Íslandi en á undanförnum árum. Í Hvalfirði þar sem fjörðurinn og Botnsúlurnar blasa við. „Strákarnir okkar í Danmörku eru orðnir stórir. Við erum ekki eins bundin þar. Hér fer vel um okkur,“ segir Snæbjörn sem á stóra fjölskyldu á Íslandi og vill geta tekið á móti henni þegar svo ber undir. Í Hvalfirðinum sem er orðin paradís steinsnar frá höfuðstaðnum eftir að ferðalangar fóru að fara göngin. Nú sést þar ekki bíll nema í hæsta lagi á korters fresti. Og stendur þá til að reyna sig meira á þessu sviði, við skáldskapinn?„Já, nú er ég að skrifa. Meira um þennan söguheim sem ég bjó til, Harry Potter tvö,“ segir Snæbjörn og hlær. „Ég er að skrifa bók númer tvö um þessar sömu aðalpersónur, sem eru tveir krakkar.“
Bókmenntir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira