Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 13:34 Sýnt var beint frá flugtakinu á Vísi í morgun. Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Halldórsson sést hér mynda vélina í flugtaksbruninu en myndskeið hans má sjá hér fyrir neðan. Meira verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/KMU. Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00