Jöfnuður og framfarir Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 11. október 2019 11:26 Í vikunni ritaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og félagi minn í fjárlaganefnd grein þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að stefnumörkun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur einkenndist af hægristefnu. Rétt og skylt er að bregðast við þessum hugleiðingum þingmannsins og slá á áhyggjur hans. Þegar allt kemur til alls þá skiptir máli að gera eins og maður segist ætla að gera. Verkefni þessarar ríkisstjórnar voru sett niður í stjórnarsáttmála þeirra ólíku flokka sem að henni standa. Ágætlega gengur að efna þau fyrirheit sem þar voru gefin.Litið um öxl Þótt stjórnin sé ekki orðin tveggja ára gömul er ástæða til að rifja upp ýmis góð verk sem þegar eru komin til framkvæmdar og önnur sem verið er að vinna að. Margar þessara aðgerða byggja á mikilli greiningarvinnu til þess að tryggja virkni þeirra sem best. Fyrst er að nefna breytingar á skattkerfinu. Hér verður aftur komið á þriggja þrepa skattkerfi, en þó með þeim kosti að neðsta þrepið er lægra en áður. Það gagnast best þeim sem hafa lágar tekjur. Fram að þessu hafa skattar á fólki í lægra tekjuskattsþrepi fylgt verðlagi en efra skattþrepið fylgt vísitölu launa. Það hefur leitt til kjaragliðnunar milli tekjuhærri hópa og þeirra tekjulægri. Nú er þessu breytt og öll skattþrep munu fylgja sömu breytum. Annað stórt skref er að lengja fæðingarorlofið. Fyrst í tíu en svo tólf mánuði. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Þá er verið að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. En eins og allir vita þá hefur leigumarkaðurinn leikið marga grátt síðustu ár og því mikilvægt að í boði sé öflugt félagslegt kerfi sem virkar. Aðgerðir í húsnæðismálum eru fjölmargar og munu verða til þess að skapa hér réttlátara samfélag. Þessi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu í að efla innviði landsins. Það er gert með því, svo nokkur dæmi séu tekin, að setja fjármagn í vegi, brýr, þyrlur fyrir landhelgisgæsluna og nýtt Hafrannsóknarskip auk þess sem mikil áhersla hefur verið lögð á að styrkja heilbrigðiskerfið. Þetta sögðumst við ætla að gera – og þetta erum við að gera. Nýlega náðist svo loksins sameiginlegur skilningur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um framtíð samgangna á svæðinu. Samningurinn er forsenda þess að byggja hér upp almenningssamgöngur sem virka, leysa viðvarandi umferðarhnúta og ná loftslagsmarkmiðum. Ríkisstjórnin sýndi það við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði að undir forystu Katrínar Jakobsdóttur næst árangur. Þó að gefið hafi á bátinn í efnahagslífinu eru undirstöðurnar traustar. Við eigum meira en við skuldum og verðbólguhorfur eru góðar.Tekjuöflun ríkissjóðs Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur fjármagnstekjuskattur verið hækkaður en þyrfti að mínu mati að hækka enn frekar. Í því sambandi má horfa til hina Norðurlandanna, en þó ber að hafa í huga að samanburður á kerfinu þar og hér er erfiður. Íslenski fjármagnstekjuskatturinn er með breiðum stofni en fáum undanþágum. Því er ekki fyrir að fara á Norðurlöndunum – þar sem allt annar háttur er á hlutunum. Ýmsir kunna að hnjóta um lækkun bankaskatts og vissulega er brýnt að fjármálastofnanir leggi sitt til samneyslunnar. Hér er þó mikilvægt að hafa í huga að vextir eru of háir á Íslandi, eins og flestir eru sammála um. Engin töfralausn er til þess að ná vaxtakostnaði niður, en lækkun bankaskatts er bútur í því púsluspili – ásamt stöðugleika í hagkerfinu og betri rekstri bankanna. Það eru viðskiptavinir bankanna sem greiða þennan bankaskatt þegar allt kemur til alls. En það þarf að fylgjast með því að bankaskatturinn skili sér til neytenda. Veiðigjöld eru oft nefnd sem tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Þau sveiflast sem kunnugt er í takt við afkomu útgerðarinnar og eru nú þriðjungur af hagnaði þeirra. Ef þessi ríkisstjórn hefði ekki breytt því hvernig veiðigjöld eru innheimt hefðu tekjur af veiðigjaldi verið tveir og hálfur milljarður á yfirstandandi fiskveiðiári. Þess í stað eru þau tæplega þrisvar sinnum hærri. Þeir sem gagnrýndu ríkisstjórnina sem mest á sínum tíma eru furðulega þöglir um þessa staðreynd. Boðaðar hafa verið breytingar á erfðafjárskatti sem fela í sér þrepaskiptingu hans. Lengi má deila um eðlileg prósentumörk og sjálf er ég sammála því áliti franska hagfræðingsins Thomas Piketty að slíkir skattar séu mikilvægir til að stuðla að jöfnuði í samfélaginu, en hugmyndir hans ganga út á þrepaskiptan og stighækkandi skatt. Lokamarkmiðið er þó ljóst. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri, enda eru slík samfélög einfaldlega betri samfélög. Eins og verkin sýna vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því markmiði.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og fulltrúi í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Steinunn Þóra Árnadóttir Tengdar fréttir Hægri stjórn? Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að "ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. 10. október 2019 10:15 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í vikunni ritaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og félagi minn í fjárlaganefnd grein þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að stefnumörkun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur einkenndist af hægristefnu. Rétt og skylt er að bregðast við þessum hugleiðingum þingmannsins og slá á áhyggjur hans. Þegar allt kemur til alls þá skiptir máli að gera eins og maður segist ætla að gera. Verkefni þessarar ríkisstjórnar voru sett niður í stjórnarsáttmála þeirra ólíku flokka sem að henni standa. Ágætlega gengur að efna þau fyrirheit sem þar voru gefin.Litið um öxl Þótt stjórnin sé ekki orðin tveggja ára gömul er ástæða til að rifja upp ýmis góð verk sem þegar eru komin til framkvæmdar og önnur sem verið er að vinna að. Margar þessara aðgerða byggja á mikilli greiningarvinnu til þess að tryggja virkni þeirra sem best. Fyrst er að nefna breytingar á skattkerfinu. Hér verður aftur komið á þriggja þrepa skattkerfi, en þó með þeim kosti að neðsta þrepið er lægra en áður. Það gagnast best þeim sem hafa lágar tekjur. Fram að þessu hafa skattar á fólki í lægra tekjuskattsþrepi fylgt verðlagi en efra skattþrepið fylgt vísitölu launa. Það hefur leitt til kjaragliðnunar milli tekjuhærri hópa og þeirra tekjulægri. Nú er þessu breytt og öll skattþrep munu fylgja sömu breytum. Annað stórt skref er að lengja fæðingarorlofið. Fyrst í tíu en svo tólf mánuði. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Þá er verið að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. En eins og allir vita þá hefur leigumarkaðurinn leikið marga grátt síðustu ár og því mikilvægt að í boði sé öflugt félagslegt kerfi sem virkar. Aðgerðir í húsnæðismálum eru fjölmargar og munu verða til þess að skapa hér réttlátara samfélag. Þessi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu í að efla innviði landsins. Það er gert með því, svo nokkur dæmi séu tekin, að setja fjármagn í vegi, brýr, þyrlur fyrir landhelgisgæsluna og nýtt Hafrannsóknarskip auk þess sem mikil áhersla hefur verið lögð á að styrkja heilbrigðiskerfið. Þetta sögðumst við ætla að gera – og þetta erum við að gera. Nýlega náðist svo loksins sameiginlegur skilningur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um framtíð samgangna á svæðinu. Samningurinn er forsenda þess að byggja hér upp almenningssamgöngur sem virka, leysa viðvarandi umferðarhnúta og ná loftslagsmarkmiðum. Ríkisstjórnin sýndi það við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði að undir forystu Katrínar Jakobsdóttur næst árangur. Þó að gefið hafi á bátinn í efnahagslífinu eru undirstöðurnar traustar. Við eigum meira en við skuldum og verðbólguhorfur eru góðar.Tekjuöflun ríkissjóðs Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur fjármagnstekjuskattur verið hækkaður en þyrfti að mínu mati að hækka enn frekar. Í því sambandi má horfa til hina Norðurlandanna, en þó ber að hafa í huga að samanburður á kerfinu þar og hér er erfiður. Íslenski fjármagnstekjuskatturinn er með breiðum stofni en fáum undanþágum. Því er ekki fyrir að fara á Norðurlöndunum – þar sem allt annar háttur er á hlutunum. Ýmsir kunna að hnjóta um lækkun bankaskatts og vissulega er brýnt að fjármálastofnanir leggi sitt til samneyslunnar. Hér er þó mikilvægt að hafa í huga að vextir eru of háir á Íslandi, eins og flestir eru sammála um. Engin töfralausn er til þess að ná vaxtakostnaði niður, en lækkun bankaskatts er bútur í því púsluspili – ásamt stöðugleika í hagkerfinu og betri rekstri bankanna. Það eru viðskiptavinir bankanna sem greiða þennan bankaskatt þegar allt kemur til alls. En það þarf að fylgjast með því að bankaskatturinn skili sér til neytenda. Veiðigjöld eru oft nefnd sem tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Þau sveiflast sem kunnugt er í takt við afkomu útgerðarinnar og eru nú þriðjungur af hagnaði þeirra. Ef þessi ríkisstjórn hefði ekki breytt því hvernig veiðigjöld eru innheimt hefðu tekjur af veiðigjaldi verið tveir og hálfur milljarður á yfirstandandi fiskveiðiári. Þess í stað eru þau tæplega þrisvar sinnum hærri. Þeir sem gagnrýndu ríkisstjórnina sem mest á sínum tíma eru furðulega þöglir um þessa staðreynd. Boðaðar hafa verið breytingar á erfðafjárskatti sem fela í sér þrepaskiptingu hans. Lengi má deila um eðlileg prósentumörk og sjálf er ég sammála því áliti franska hagfræðingsins Thomas Piketty að slíkir skattar séu mikilvægir til að stuðla að jöfnuði í samfélaginu, en hugmyndir hans ganga út á þrepaskiptan og stighækkandi skatt. Lokamarkmiðið er þó ljóst. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri, enda eru slík samfélög einfaldlega betri samfélög. Eins og verkin sýna vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því markmiði.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og fulltrúi í fjárlaganefnd.
Hægri stjórn? Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að "ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. 10. október 2019 10:15
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun