Skjálftar geta fylgt örvun borholu á Geldinganesi Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 11:09 Geldinganes. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. vísir/vilhelm Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi og er möguleiki að smáir jarðskjálftar fylgi aðgerðinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að þetta sé í samræmi við áætlanir um að þróa Geldinganes sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. „Vatnið í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu á sér tvennan uppruna; lághitavatn svokallað sem kemur beint úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ eða háhitavatn, sem er upphitað kalt vatn frá jarðgufuvirkjununum á Hengilssvæðinu. Þessu vatni má ekki blanda saman og þróun byggðarinnar hefur verið með þeim hætti að aukin þörf er fyrir lághitavatn. Áætluð vatnsöflun í Geldinganesi er til að mæta þeirri þörf. Frá árinu 1970 hafa allar holur sem boraðar hafa verið á lághitasvæðunum í Reykjavík – við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar annarsvegar og svo í Elliðaárdal – verið örvaðar. Hið sama hefur verið gert á lághitasvæðunum í Mosfellsbæ þar sem hátt í 40 holur hafa verið örvaðar. Í flestum tilvikum hefur örvunin haft mikil og góð áhrif og rennsli úr holunum hefur aukist allt að fertugfalt. Örvunin getur valdið smáum jarðskjálftum en fáum sögum fer af því í sögu jarðhitanýtingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður þykir rétt að benda á þá hættu. Meðan á örvun stendur er virkt eftirlit með viðbrögðum jarðskorpunnar og um 40 jarðskjálftamælar eru nú á svæðinu. Örvun fer þannig fram að vatni er dælt niður í holuna og viðbrögð eru könnuð jafnharðan. Ferlið er hægt í fyrstu og dælingin aukin í þrepum. Milli þrepanna er staðan tekin til að sjá hvernig jarðhitakerfið hefur brugðist við,“ segir í tilkynningu. Orkumál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi og er möguleiki að smáir jarðskjálftar fylgi aðgerðinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að þetta sé í samræmi við áætlanir um að þróa Geldinganes sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. „Vatnið í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu á sér tvennan uppruna; lághitavatn svokallað sem kemur beint úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ eða háhitavatn, sem er upphitað kalt vatn frá jarðgufuvirkjununum á Hengilssvæðinu. Þessu vatni má ekki blanda saman og þróun byggðarinnar hefur verið með þeim hætti að aukin þörf er fyrir lághitavatn. Áætluð vatnsöflun í Geldinganesi er til að mæta þeirri þörf. Frá árinu 1970 hafa allar holur sem boraðar hafa verið á lághitasvæðunum í Reykjavík – við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar annarsvegar og svo í Elliðaárdal – verið örvaðar. Hið sama hefur verið gert á lághitasvæðunum í Mosfellsbæ þar sem hátt í 40 holur hafa verið örvaðar. Í flestum tilvikum hefur örvunin haft mikil og góð áhrif og rennsli úr holunum hefur aukist allt að fertugfalt. Örvunin getur valdið smáum jarðskjálftum en fáum sögum fer af því í sögu jarðhitanýtingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður þykir rétt að benda á þá hættu. Meðan á örvun stendur er virkt eftirlit með viðbrögðum jarðskorpunnar og um 40 jarðskjálftamælar eru nú á svæðinu. Örvun fer þannig fram að vatni er dælt niður í holuna og viðbrögð eru könnuð jafnharðan. Ferlið er hægt í fyrstu og dælingin aukin í þrepum. Milli þrepanna er staðan tekin til að sjá hvernig jarðhitakerfið hefur brugðist við,“ segir í tilkynningu.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira