Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2019 07:15 Stífla Neyðarlínunnar í Drekagili við Öskju er stærri en leyfið sagði til um. Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira