Einn Íslendingur á lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. október 2019 17:30 Andri Lucas í leik með U17 ára landsliði Íslands vísir/getty Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid og þykir vera á meðal 60 bestu leikmanna heims í sínum aldursflokki en Andri Lucas er fæddur árið 2002.The Guardian tekur árlega saman lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims og á listanum í ár eru alls 60 leikmenn. Andri Lucas er eini Íslendingurinn á lista. Á meðal leikmanna á listanum ber helsta að nefna Ansu Fati (Barcelona) og Eduardo Camavinga (Rennes) sem hafa látið að sér kveða með aðalliðum sinna félaga á yfirstandandi leiktíð. Í samantektinni segir að Andri Lucas sé fæddur markaskorari; virkilega líkamlega sterkur og góður í loftinu auk þess að vera fljótur, teknískur og jafnvígur á hægri og vinstri fæti.Le Guardian a publié une liste des 60 plus grands talents mondiaux de la génération 2002. Côté nordique on retrouve : / Mohammed Daramy (FC Copenhague) Andri Lucas Gudjohnsen (Real Madrid) Tim Prica (Malmö FF) 3 beaux talents dont on reparlera!https://t.co/M0W8gK5ydN — Nordisk Football (@NordiskFootball) October 10, 2019Börsungar sitja eftir með sárt enniðÍ samantektinni er einnig vakin athygli á því að stuðningsmenn Barcelona hafi rekið upp stór augu þegar Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid í ljósi þess að Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra, er í miklum metum hjá Katalóníustórveldinu eftir dvöl sína þar frá 2006-2009. Andri Lucas gekk í raðir Real frá Barcelona síðasta sumar en hann lék einnig með Espanyol á sínum yngri árum auk þess að spila með HK á yngri flokka mótum hér á landi. Andri hefur leikið 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 12 mörk. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid og þykir vera á meðal 60 bestu leikmanna heims í sínum aldursflokki en Andri Lucas er fæddur árið 2002.The Guardian tekur árlega saman lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims og á listanum í ár eru alls 60 leikmenn. Andri Lucas er eini Íslendingurinn á lista. Á meðal leikmanna á listanum ber helsta að nefna Ansu Fati (Barcelona) og Eduardo Camavinga (Rennes) sem hafa látið að sér kveða með aðalliðum sinna félaga á yfirstandandi leiktíð. Í samantektinni segir að Andri Lucas sé fæddur markaskorari; virkilega líkamlega sterkur og góður í loftinu auk þess að vera fljótur, teknískur og jafnvígur á hægri og vinstri fæti.Le Guardian a publié une liste des 60 plus grands talents mondiaux de la génération 2002. Côté nordique on retrouve : / Mohammed Daramy (FC Copenhague) Andri Lucas Gudjohnsen (Real Madrid) Tim Prica (Malmö FF) 3 beaux talents dont on reparlera!https://t.co/M0W8gK5ydN — Nordisk Football (@NordiskFootball) October 10, 2019Börsungar sitja eftir með sárt enniðÍ samantektinni er einnig vakin athygli á því að stuðningsmenn Barcelona hafi rekið upp stór augu þegar Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid í ljósi þess að Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra, er í miklum metum hjá Katalóníustórveldinu eftir dvöl sína þar frá 2006-2009. Andri Lucas gekk í raðir Real frá Barcelona síðasta sumar en hann lék einnig með Espanyol á sínum yngri árum auk þess að spila með HK á yngri flokka mótum hér á landi. Andri hefur leikið 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 12 mörk.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira