Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2019 08:00 Umbreytingin átti sér stað á örfáum sekúndum Mynd/Skjáskot Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“ Húnaþing vestra Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“
Húnaþing vestra Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira