Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 13:26 Elva Hrönn Hjartardóttir er meðal þeirra ungmenna sem sækja Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. mynd/aðsend Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira