Háar fjárhæðir til setts ríkislögmanns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. október 2019 06:15 Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Fréttablaðið/GVA Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira