Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2019 19:30 Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira