Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:55 Fyrrverandi forstjóri Matís hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um slátrun. „Hvað finnst mér um ákæruna? Jahh, mér finnst svo sem eins og áður að stóra málið í þessu öllu sé nú að bændur annars vegar hafi tækifæri til að auka verðmætasköpun og eigi að búa við það fjálsræði sem viðgengst í öðrum atvinnurekstri til að taka ákvarðanir og þar með ábyrgð á eigin atvinnurekstri,“ segir Sveinn Margeirsson í samtali við Vísi. Hann var spurður hvað honum sýndist um ákæruna sem honum var birt frá lögreglustjóranum á Norðvesturlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir. Sveinn segir ákæruna sérkennilega. „Nú hefur tilraunin snúist upp í það hvernig kerfið bregst við og mér finnst sérstakt að vera kærður sem einstaklingur þegar ég er að sinna lögmætu hlutverki míns atvinnuveitanda að kanna þessi mál. Hlutverk Matís er að auka nýsköpun og verðmætasköpun í landbúnaði. Þarna var verið að gera það.“Skilur ekki tal um trúnaðarbrest Sveinn var rekinn fyrir um ári frá Matís hvar hann var forstjóri en nýverið var gengið frá arftaka hans í starfi þar, Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðuna en hann hefur verið starfandi sem slíkur frá ársbyrjun. Brottreksturinn kom mörgum á óvart, hann var sagður tengjast þessu tiltekna máli og svo „trúnaðarbresti“. Sveinn segir nú að hann hafi aldrei vitað hvað stjórarformaður stofnunarinnar hafi verið að hugsa.Að sögn Sveins liggur fyrir rannsókn, sem Mast hefur af einhverjum ástæðum ekki birt, á gæðum heimaslátrunar miðað við sláturhúsanna. Eftir því sem Sveinn kemst næst þá eru gæðin meiri við heimaslátrun.visir/gva„En af umfjöllun dagblaða virðist það vera. En, ég skildi það aldrei sjálfur,“ segir Sveinn um hinn meinta trúnaðarbrest. Hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu, er að vinna sem fyrr við nýsköpun og tengjast þau verkefni eftir sem áður landbúnaði. Málið er tvíþætt að sögn Sveins. Neytendur eiga að hafa val og svo upplýsingar um hvaða vöru þeir eru að kaupa. „Og þá val um það að kaupa til að mynda beint frá bónda vöru sem þá er slátrað af bónda, ef viðkomandi neytandi telur það rétt.“Könnun til sem ekki hefur verið birt Sveinn segist telja sig vita að verulegt magn heimaslátrunar viðgengangist nú þegar og það þekkja allir sem vita eitthvað um landbúnað.Sveinn furðar sig á því hvernig þessi ákæra er til komin.„Upphaflega var þetta tilraun til að kanna gæði lambakjöts, að það væri sambærilegt af heimaslátrun og slátur húsi.Þær niðurstöðu sem ég sá áður en ég var rekinn bentu til þess að gæðin væru meiri í heimaslátrun. Það voru framkvæmdar mælingar sem ekki hafa verið gefnar út enn þá. Kannski réttast að Matís gefi það út og menn séu spurðir um það?“ Sveinn telur ákæruna og tildrög hennar sérkennileg þó hann kjósi að tala varlega. „En mér finnst sérstakt að heilbrigðiseftirlit Norðvesturlands afgreiðir þetta fimm dögum áður en Mast ákveður að kæra það. Heilbrigðiseftirlitið er það sem ber að hafa eftirlit með sölu. Ég ræddi við heilbrigðiseftirlitið og fór á fund heilbrigðisnefndar. Fimm dögum eftir að heilbrigðiseftirlitið á Norðvesturlandi tekur þá ákvörðun að gera ekkert í málinu er bent á í fundargerð að verkefnið hafi tekist að flestu leyti vel. Nokkrum dögum síðar ákveður annar eftirlitsaðili að kæra málið sem þó hafði ekki eftirlitsskildu í þessum málaflokki. maður veltir fyrir sér hvað býr að baki?“ Dómsmál Landbúnaður Lögreglumál Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Hvað finnst mér um ákæruna? Jahh, mér finnst svo sem eins og áður að stóra málið í þessu öllu sé nú að bændur annars vegar hafi tækifæri til að auka verðmætasköpun og eigi að búa við það fjálsræði sem viðgengst í öðrum atvinnurekstri til að taka ákvarðanir og þar með ábyrgð á eigin atvinnurekstri,“ segir Sveinn Margeirsson í samtali við Vísi. Hann var spurður hvað honum sýndist um ákæruna sem honum var birt frá lögreglustjóranum á Norðvesturlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir. Sveinn segir ákæruna sérkennilega. „Nú hefur tilraunin snúist upp í það hvernig kerfið bregst við og mér finnst sérstakt að vera kærður sem einstaklingur þegar ég er að sinna lögmætu hlutverki míns atvinnuveitanda að kanna þessi mál. Hlutverk Matís er að auka nýsköpun og verðmætasköpun í landbúnaði. Þarna var verið að gera það.“Skilur ekki tal um trúnaðarbrest Sveinn var rekinn fyrir um ári frá Matís hvar hann var forstjóri en nýverið var gengið frá arftaka hans í starfi þar, Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðuna en hann hefur verið starfandi sem slíkur frá ársbyrjun. Brottreksturinn kom mörgum á óvart, hann var sagður tengjast þessu tiltekna máli og svo „trúnaðarbresti“. Sveinn segir nú að hann hafi aldrei vitað hvað stjórarformaður stofnunarinnar hafi verið að hugsa.Að sögn Sveins liggur fyrir rannsókn, sem Mast hefur af einhverjum ástæðum ekki birt, á gæðum heimaslátrunar miðað við sláturhúsanna. Eftir því sem Sveinn kemst næst þá eru gæðin meiri við heimaslátrun.visir/gva„En af umfjöllun dagblaða virðist það vera. En, ég skildi það aldrei sjálfur,“ segir Sveinn um hinn meinta trúnaðarbrest. Hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu, er að vinna sem fyrr við nýsköpun og tengjast þau verkefni eftir sem áður landbúnaði. Málið er tvíþætt að sögn Sveins. Neytendur eiga að hafa val og svo upplýsingar um hvaða vöru þeir eru að kaupa. „Og þá val um það að kaupa til að mynda beint frá bónda vöru sem þá er slátrað af bónda, ef viðkomandi neytandi telur það rétt.“Könnun til sem ekki hefur verið birt Sveinn segist telja sig vita að verulegt magn heimaslátrunar viðgengangist nú þegar og það þekkja allir sem vita eitthvað um landbúnað.Sveinn furðar sig á því hvernig þessi ákæra er til komin.„Upphaflega var þetta tilraun til að kanna gæði lambakjöts, að það væri sambærilegt af heimaslátrun og slátur húsi.Þær niðurstöðu sem ég sá áður en ég var rekinn bentu til þess að gæðin væru meiri í heimaslátrun. Það voru framkvæmdar mælingar sem ekki hafa verið gefnar út enn þá. Kannski réttast að Matís gefi það út og menn séu spurðir um það?“ Sveinn telur ákæruna og tildrög hennar sérkennileg þó hann kjósi að tala varlega. „En mér finnst sérstakt að heilbrigðiseftirlit Norðvesturlands afgreiðir þetta fimm dögum áður en Mast ákveður að kæra það. Heilbrigðiseftirlitið er það sem ber að hafa eftirlit með sölu. Ég ræddi við heilbrigðiseftirlitið og fór á fund heilbrigðisnefndar. Fimm dögum eftir að heilbrigðiseftirlitið á Norðvesturlandi tekur þá ákvörðun að gera ekkert í málinu er bent á í fundargerð að verkefnið hafi tekist að flestu leyti vel. Nokkrum dögum síðar ákveður annar eftirlitsaðili að kæra málið sem þó hafði ekki eftirlitsskildu í þessum málaflokki. maður veltir fyrir sér hvað býr að baki?“
Dómsmál Landbúnaður Lögreglumál Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55