Russell Westbrook hoppaði upp fyrir Magic og fékk kveðju frá honum á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 17:15 Russell Westbrook. Getty/Tim Warner Russell Westbrook er kominn upp í annað sætið yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook var með þrennu í fyrsta sigurleik Houston Rockets á tímabilinu sem var jafnframt fyrsti sigurleikur Westbrook með Houston. Russell kom til Houston frá Oklahoma City Thunder í sumar þar sem hann var með þrennu að meðaltal þrjú undanfarin tímabil. Westbrook var með 28 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 126-123 sigur á New Orleans Pelicans.Russell Westbrook's second game with the Rockets was one for the record books https://t.co/fXMzVgW41G — Sports Illustrated (@SInow) October 28, 2019Þetta var 139. þrenna Russell Westbrook í NBA-deildinni og með henni komst hann upp fyrir sjálfan Magic Johnson og upp í annað sæti listans. Efstur er áfram Oscar Robertson. Houston Rockets hafði tapað fyrsta leiknum með Russell Westbrook og James Harden hlið við hlið en landaði sigrinum á móti Pelíkönunum. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Milwaukee Bucks og þar var Westbrook með 24 sitg, 16 fráköst og 7 stoðsendingar. Oscar Robertson náði 181 þrennu á sínum ferli og Westbrook á því nokkuð í land að ná efsta sætinu. Hann var hins vegar með 34 þrennur á síðustu leiktíð og vantar 42 til að jafna Robertson á toppnum.RT FOR WESTBROOK! Triple-Double 28 points / 10 rebounds / 13 assists Passes Magic Johnson for 2nd most triple-double in NBA history. pic.twitter.com/NwzgmIuScd — Houston Rockets (@HoustonRockets) October 27, 2019 Magic Johnson var ekkert að gráta þessar fréttir opinberlega og sendi Russel kveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. „Hamingjuóskir til Russell Westbrook fyrir að komast upp fyrir mig og vera sá sem hefur náð næstflestum þrennum í sögu NBA,“ skrifaði Magic.Congratulations to Russell Westbrook for passing me and having the 2nd-most triple-doubles in NBA history! https://t.co/y3KgYXsjJB — Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) October 27, 2019 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Russell Westbrook er kominn upp í annað sætið yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook var með þrennu í fyrsta sigurleik Houston Rockets á tímabilinu sem var jafnframt fyrsti sigurleikur Westbrook með Houston. Russell kom til Houston frá Oklahoma City Thunder í sumar þar sem hann var með þrennu að meðaltal þrjú undanfarin tímabil. Westbrook var með 28 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 126-123 sigur á New Orleans Pelicans.Russell Westbrook's second game with the Rockets was one for the record books https://t.co/fXMzVgW41G — Sports Illustrated (@SInow) October 28, 2019Þetta var 139. þrenna Russell Westbrook í NBA-deildinni og með henni komst hann upp fyrir sjálfan Magic Johnson og upp í annað sæti listans. Efstur er áfram Oscar Robertson. Houston Rockets hafði tapað fyrsta leiknum með Russell Westbrook og James Harden hlið við hlið en landaði sigrinum á móti Pelíkönunum. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Milwaukee Bucks og þar var Westbrook með 24 sitg, 16 fráköst og 7 stoðsendingar. Oscar Robertson náði 181 þrennu á sínum ferli og Westbrook á því nokkuð í land að ná efsta sætinu. Hann var hins vegar með 34 þrennur á síðustu leiktíð og vantar 42 til að jafna Robertson á toppnum.RT FOR WESTBROOK! Triple-Double 28 points / 10 rebounds / 13 assists Passes Magic Johnson for 2nd most triple-double in NBA history. pic.twitter.com/NwzgmIuScd — Houston Rockets (@HoustonRockets) October 27, 2019 Magic Johnson var ekkert að gráta þessar fréttir opinberlega og sendi Russel kveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. „Hamingjuóskir til Russell Westbrook fyrir að komast upp fyrir mig og vera sá sem hefur náð næstflestum þrennum í sögu NBA,“ skrifaði Magic.Congratulations to Russell Westbrook for passing me and having the 2nd-most triple-doubles in NBA history! https://t.co/y3KgYXsjJB — Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) October 27, 2019
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira