Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 19:15 Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent