Færist í aukana að upplýsingar fólks á netinu séu notaðar í brotastarfsemi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 16:15 Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/egill Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira