Demian Maia hengdi Ben Askren Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. október 2019 16:30 UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sjá meira
Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00