Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2019 14:30 Lögregla rannsakar málið. Getty/Leon Neal Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni segja vörubílinn hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum.Þetta kemur fram á vef Sky News þar sem segir einnig að ættingjarnir telji að tveir af vörubílunum hafi komist á áfangastað. Þriðji vörubíllinn, sá sem fannst á bílastæði, hafi hins vegar lent í óvæntum töfum. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á bílastæði í Essex. Í tengivagni bílsins reyndust vera 39 lík. Lögregla vinnur nú að því að bera kennsl á líkin. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að nokkrar víetnamskar fjölskyldur óttist að ættingjar þeirra séu á meðal þeirra látnu. Þannig greinir Sky News frá því að faðir eins þeirra sem talinn er vera á meðal þeirra látnu hafi nýverið greitt ónefndum umboðsmanni tíu þúsund dollara, um 1,2 milljónir króna, fyrir að koma sér til Bretlands frá Víetnam, í von um betra líf. Faðirinn hefur ekki heyrt frá syni sínum í marga daga. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í gær. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Pham Thi Tra My sem talinn er hafa látist í tengivagninum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í gær. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var handtekinn síðdegis í gær á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal. Bretland England Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. 25. október 2019 22:22 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni segja vörubílinn hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum.Þetta kemur fram á vef Sky News þar sem segir einnig að ættingjarnir telji að tveir af vörubílunum hafi komist á áfangastað. Þriðji vörubíllinn, sá sem fannst á bílastæði, hafi hins vegar lent í óvæntum töfum. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á bílastæði í Essex. Í tengivagni bílsins reyndust vera 39 lík. Lögregla vinnur nú að því að bera kennsl á líkin. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að nokkrar víetnamskar fjölskyldur óttist að ættingjar þeirra séu á meðal þeirra látnu. Þannig greinir Sky News frá því að faðir eins þeirra sem talinn er vera á meðal þeirra látnu hafi nýverið greitt ónefndum umboðsmanni tíu þúsund dollara, um 1,2 milljónir króna, fyrir að koma sér til Bretlands frá Víetnam, í von um betra líf. Faðirinn hefur ekki heyrt frá syni sínum í marga daga. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í gær. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Pham Thi Tra My sem talinn er hafa látist í tengivagninum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í gær. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var handtekinn síðdegis í gær á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal.
Bretland England Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. 25. október 2019 22:22 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. 25. október 2019 22:22
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent