Heiður að vera valinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. október 2019 12:00 Arnar keppti fyrir hönd ÍR á Reykjavíkurleikunum. MYND/KEILUSAMBANDIÐ Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira