Keypti áfengi fyrir unglingsstúlkur og braut svo á þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 21:13 Maðurinn þvertók fyrir að hafa brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira