Þrátt fyrir játningu varð seinagangur til þess að ákæra fyrir líkamsárás var aldrei gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 19:00 Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira