Johnson vill kosningar í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 17:30 Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Hin væntanlega frestun er til komin vegna þess að breska þingið samþykkti frumvarp um að forsætisráðherra væri skuldbundinn til þess að biðja um slíkt, næði hann ekki samningi í gegnum þingið í síðasta lagi síðasta laugardag. Og þótt samningar hafi náðst í síðustu viku tókst Boris Johnson forsætisráðherra ekki að koma plagginu í gegnum þingið. Bað hann því um frestun, þvert gegn vilja sínum. Ursula Von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í dag að það hljómaði vel að fresta útgöngu. „Í fyrsta lagi þá lítur spurningin um að fresta útgöngu vel út. Í öðru lagi þá er ekki búið að útkljá seinni spurninguna, sem snýst um lengd frestunarinnar.“ Búist er við því að útgöngu verði frestað um þrjá mánuði. Breska þingið hafnaði í vikunni tillögu Johnsons að áætlun um að klára umræður um útgöngusamninginn í tæka tíð fyrir settan útgöngudag, 31. október. Forsætisráðherrann ætlar sér að leggja fram tillögu um að boða til kosninga á mánudag. Kosningarnar myndu fara fram þann 12. desember ef þing samþykkir en þingmenn hafa hafnað fyrri tillögum Johnsons um kosningar. Hafa fyrst viljað tryggja að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22. október 2019 19:27 Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. 23. október 2019 09:56 Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá. 23. október 2019 18:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Hin væntanlega frestun er til komin vegna þess að breska þingið samþykkti frumvarp um að forsætisráðherra væri skuldbundinn til þess að biðja um slíkt, næði hann ekki samningi í gegnum þingið í síðasta lagi síðasta laugardag. Og þótt samningar hafi náðst í síðustu viku tókst Boris Johnson forsætisráðherra ekki að koma plagginu í gegnum þingið. Bað hann því um frestun, þvert gegn vilja sínum. Ursula Von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í dag að það hljómaði vel að fresta útgöngu. „Í fyrsta lagi þá lítur spurningin um að fresta útgöngu vel út. Í öðru lagi þá er ekki búið að útkljá seinni spurninguna, sem snýst um lengd frestunarinnar.“ Búist er við því að útgöngu verði frestað um þrjá mánuði. Breska þingið hafnaði í vikunni tillögu Johnsons að áætlun um að klára umræður um útgöngusamninginn í tæka tíð fyrir settan útgöngudag, 31. október. Forsætisráðherrann ætlar sér að leggja fram tillögu um að boða til kosninga á mánudag. Kosningarnar myndu fara fram þann 12. desember ef þing samþykkir en þingmenn hafa hafnað fyrri tillögum Johnsons um kosningar. Hafa fyrst viljað tryggja að samningslaus útganga sé ekki á borðinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22. október 2019 19:27 Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. 23. október 2019 09:56 Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá. 23. október 2019 18:45 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22. október 2019 19:27
Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. 23. október 2019 09:56
Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá. 23. október 2019 18:45