Hefur áhrif þegar flug raskast og í veikindum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2019 13:02 Yfirvinnubann hjá flugmönnum Air Iceland Connect hefst að óbreyttu 1. nóvember. Boðað yfirvinnubann flugmanna hjá Air Iceland Connect mun helst hafa áhrif þegar flug raskast með einhverjum hætti eða í veikindum þar sem yfirvinna er almennt ekki unnin hjá félaginu. Verkfallsaðgerðir eiga að hefjast 1. nóvember. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfallsaðgerðir vegna flugmanna sem starfa hjá Air Iceland Connect. Hjá félaginu starfa fjörtíu flugmenn og eru þeir allir félagar í stéttarfélaginu. Aðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta, 32 af 34 sem greiddu atkvæði voru þeim fylgjandi. Flugmenn vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir fimm mánuðum en þeir hafa verið samningslausir frá áramótum.Næsti fundur í kjaradeilunni er 31. október.Vísir/vilhelmAðgerðirnar sem felast í yfirvinnubanni hefjast á miðnætti 1. nóvember, eða á föstudaginn í næstu viku, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Næsti fundur í deilunni er 31. október, degi fyrir boðaðar aðgerðir. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ætti yfirvinnubannið ekki að hafa mikil áhrif á flugáætlun. Almennt er ekki gert ráð fyrir yfirvinnu hjá flugmönnum og kemur hún helst til vegna óvenjulegra aðstæðana, svo sem ef röskun verður á flugi eða vegna veikinda. Rekstur Air Iceland Connect hefur verið þungur á síðustu misserum. Félagið sagði upp sjö flugmönnum í sumar vegna samdráttar og fækkaði flugferðum samhliða því að farþegum hefur fækkað verulega. Flugliðar félagsins hafa einnig verið samningslausir frá áramótum og er kjaradeila þeirra hjá ríkissáttasemjara. Næsti fundur í þeirri deilu er á miðvikudag. Að sögn Berglindar Kristófersdóttur, sem situr í samninganefnd, er óbreytt staða í viðræðunum og ekki er farið að huga að verkfallsaðgerðum. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Boðað yfirvinnubann flugmanna hjá Air Iceland Connect mun helst hafa áhrif þegar flug raskast með einhverjum hætti eða í veikindum þar sem yfirvinna er almennt ekki unnin hjá félaginu. Verkfallsaðgerðir eiga að hefjast 1. nóvember. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfallsaðgerðir vegna flugmanna sem starfa hjá Air Iceland Connect. Hjá félaginu starfa fjörtíu flugmenn og eru þeir allir félagar í stéttarfélaginu. Aðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta, 32 af 34 sem greiddu atkvæði voru þeim fylgjandi. Flugmenn vísuðu kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir fimm mánuðum en þeir hafa verið samningslausir frá áramótum.Næsti fundur í kjaradeilunni er 31. október.Vísir/vilhelmAðgerðirnar sem felast í yfirvinnubanni hefjast á miðnætti 1. nóvember, eða á föstudaginn í næstu viku, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Næsti fundur í deilunni er 31. október, degi fyrir boðaðar aðgerðir. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ætti yfirvinnubannið ekki að hafa mikil áhrif á flugáætlun. Almennt er ekki gert ráð fyrir yfirvinnu hjá flugmönnum og kemur hún helst til vegna óvenjulegra aðstæðana, svo sem ef röskun verður á flugi eða vegna veikinda. Rekstur Air Iceland Connect hefur verið þungur á síðustu misserum. Félagið sagði upp sjö flugmönnum í sumar vegna samdráttar og fækkaði flugferðum samhliða því að farþegum hefur fækkað verulega. Flugliðar félagsins hafa einnig verið samningslausir frá áramótum og er kjaradeila þeirra hjá ríkissáttasemjara. Næsti fundur í þeirri deilu er á miðvikudag. Að sögn Berglindar Kristófersdóttur, sem situr í samninganefnd, er óbreytt staða í viðræðunum og ekki er farið að huga að verkfallsaðgerðum.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira