Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Pútín Rússlandsforseti tók á móti leiðtogum Afríkuríkja í Sochi. Nordicphotos/Getty Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira