Guðbjörg: Vorum að spila ákveðinn borðtenniskörfubolta Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. október 2019 21:56 Guðbjörg í leiknum í kvöld. VÍSIR/BÁRA Valur átti annan góðan leik gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn fór 82-51 og Keflavík sá eiginlega ekki til sólar eftir fyrsta leikhlutann. Fyrirliði Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir, var að vonum sátt með sigurinn og ræddi eftir leikinn um hvað hefði skilið á milli liðanna. „Ákveðnin skildi á milli, við spiluðum mjög flotta vörn en leikurinn varð mjög hraður mjög fljótt. Við vorum að spila ákveðin borðtenniskörfubolta á köflum en við komum betur út úr því en þær,“ sagði Guðbjörg en hraði leiksins sást kannski mest í því hvað liðin töpuðu bæði mörgum boltum. Heimastúlkurnar í Val töpuðu 27 boltum í leiknum og Keflavík töpuðu 26 boltum. Guðbjörg var ekki sátt með þessa tölfræði og hristi hausinn eilítið vandræðalega. „Alls ekki það sem við viljum eða leggjum upp með,“ sagði hún um öll mistökin hjá sínu liði og benti á að Darri, þjálfarinn hennar, hafi ekki verið sáttur. „Meðaltalið okkar er ca. 12 tapaðir í leik. Við ætluðum að reyna halda því en þetta fylgir því þegar við spilum svona hraðan bolta,“ sagði Guðbjörg. Regina Palusna, 196 cm miðherji Vals, var ekki með í leiknum í kvöld því hún var send heim í vikunni. Guðbjörgu fannst það vissulega hafa haft áhrif á leik liðsins síns. „Við erum náttúrulega miklu minni, boltinn gengur meira fyrir utan þriggja stiga línuna í stað þess að fara einu sinni inn í teig og aftur,“ sagði hún og virtist ekki kippa sér mikið upp við að missa slóvaska miðherjann. „Þetta gekk vel núna,“ sagði Guðbjörg að lokum, enda hafa Valsstúlkur núna unnið fyrstu fjóra leikina sína með rúmum 28 stigum að meðaltali og eina samkeppnin hingað til hefur verið KR í 3. umferð. Dominos-deild kvenna Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Valur átti annan góðan leik gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn fór 82-51 og Keflavík sá eiginlega ekki til sólar eftir fyrsta leikhlutann. Fyrirliði Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir, var að vonum sátt með sigurinn og ræddi eftir leikinn um hvað hefði skilið á milli liðanna. „Ákveðnin skildi á milli, við spiluðum mjög flotta vörn en leikurinn varð mjög hraður mjög fljótt. Við vorum að spila ákveðin borðtenniskörfubolta á köflum en við komum betur út úr því en þær,“ sagði Guðbjörg en hraði leiksins sást kannski mest í því hvað liðin töpuðu bæði mörgum boltum. Heimastúlkurnar í Val töpuðu 27 boltum í leiknum og Keflavík töpuðu 26 boltum. Guðbjörg var ekki sátt með þessa tölfræði og hristi hausinn eilítið vandræðalega. „Alls ekki það sem við viljum eða leggjum upp með,“ sagði hún um öll mistökin hjá sínu liði og benti á að Darri, þjálfarinn hennar, hafi ekki verið sáttur. „Meðaltalið okkar er ca. 12 tapaðir í leik. Við ætluðum að reyna halda því en þetta fylgir því þegar við spilum svona hraðan bolta,“ sagði Guðbjörg. Regina Palusna, 196 cm miðherji Vals, var ekki með í leiknum í kvöld því hún var send heim í vikunni. Guðbjörgu fannst það vissulega hafa haft áhrif á leik liðsins síns. „Við erum náttúrulega miklu minni, boltinn gengur meira fyrir utan þriggja stiga línuna í stað þess að fara einu sinni inn í teig og aftur,“ sagði hún og virtist ekki kippa sér mikið upp við að missa slóvaska miðherjann. „Þetta gekk vel núna,“ sagði Guðbjörg að lokum, enda hafa Valsstúlkur núna unnið fyrstu fjóra leikina sína með rúmum 28 stigum að meðaltali og eina samkeppnin hingað til hefur verið KR í 3. umferð.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira