Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 19:30 Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29