Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 18:45 Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. Í bæði Kobani og Manbij í Sýrlandi má nú finna hópa rússneskra hermanna og hafa leiðtogar þeirra átt fundi með yfirmönnum úr sýrlenska stjórnarhernum í dag. Þetta er vegna samkomulag sem forsetar Tyrklands og Rússlands gerðu í rússnesku borginni Sotsjí í gær um að hersveitir Kúrda, sem innrás Tyrkja beinist gegn, fengju 150 klukkustundir til þess að hörfa þrjátíu kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Kílómetrana þrjátíu segjast Tyrkir ætla að nýta til þess að hýsa sýrlenska flóttamenn. Hersveitir Kúrda hafa ekki svarað kröfum Tyrkja og Rússa. Upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar sagði að hörfi Kúrdar ekki myndi herlið bæði Rússa og Sýrlandsstjórnar hörfa og ekki standa í vegi fyrir frekari árásum Tyrkja. Kúrdar mótmæltu samkomulaginu í Qamishli í dag. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir of snemmt að leggja mat á samkomulagið. „Ég held að atburðir undanfarinna daga hafi verið jákvæðir því þeir sýna að mögulegt er að nálgast málið á pólitískum vettvangi og finna pólitíska lausn. Fyrsta skilyrðið fyrir því er að stöðva ofbeldið, að stöðva átökin, og við höfum séð það minnka.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. Í bæði Kobani og Manbij í Sýrlandi má nú finna hópa rússneskra hermanna og hafa leiðtogar þeirra átt fundi með yfirmönnum úr sýrlenska stjórnarhernum í dag. Þetta er vegna samkomulag sem forsetar Tyrklands og Rússlands gerðu í rússnesku borginni Sotsjí í gær um að hersveitir Kúrda, sem innrás Tyrkja beinist gegn, fengju 150 klukkustundir til þess að hörfa þrjátíu kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Kílómetrana þrjátíu segjast Tyrkir ætla að nýta til þess að hýsa sýrlenska flóttamenn. Hersveitir Kúrda hafa ekki svarað kröfum Tyrkja og Rússa. Upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar sagði að hörfi Kúrdar ekki myndi herlið bæði Rússa og Sýrlandsstjórnar hörfa og ekki standa í vegi fyrir frekari árásum Tyrkja. Kúrdar mótmæltu samkomulaginu í Qamishli í dag. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir of snemmt að leggja mat á samkomulagið. „Ég held að atburðir undanfarinna daga hafi verið jákvæðir því þeir sýna að mögulegt er að nálgast málið á pólitískum vettvangi og finna pólitíska lausn. Fyrsta skilyrðið fyrir því er að stöðva ofbeldið, að stöðva átökin, og við höfum séð það minnka.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira