Í beinni í dag: Manchester United, Arsenal og sexfaldir Íslandsmeistarar KR Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 06:00 Fólk getur verið við límt við sófann í kvöld. vísir/samsett/getty/bára Það er sem fyrr mikið um dýrðir á sportrásum Stöðvar 2 í dag en Evrópudeildin og Dominos-deild karla má sjá á skjánum í kvöld áður en golfið hefst í nótt. Manchester United hefur verið í vandræðum í upphafi leiktíðar en þeir heimsækja Belgrad í dag þar sem liðið mætir heimamönnum í Partizan. Þetta er toppslagur í L-riðli Evrópudeildarinnar en bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Á sama tíma mætast AZ Alkmaar og Astana. Það verður ekki Íslendingaslagur því Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjósson eru báðir á meiðslalistanum. Astana er á botni riðilsins án stiga en AZ er með tvö stig. Klukkan 18.50 hefjast svo útsendingar frá tveimur öðrum leikjum í Evrópudeildinni. Arsenal hefur farið á kostum í Evrópudeildinni skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig en þeir mæta botnliði riðilsins, Vitoria frá Portúgal sem er án stiga. Á sama tíma er sýnt frá leik Celtic og Lazio í E-riðli. Lazio hefur einungis unnið einn af fyrstu tveimur leikjunum og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en skosku meistararnir eru með fjögur stig. Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa byrjað tímabilið af krafti og eru með sex stig. Þeir fá Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Þór Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld en Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð. Í nótt verða svo sýnt frá tveimur golfmótum; annars vegar Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan þar sem margir bestu bestu keppendur heims taka þátt og hins vegar LPGA-mótaröðinni í kvennaflokki þar sem einnig þær bestu eru með. Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar í dag: 16.45 AZ Alkmaar - Astana (Stöð 2 Sport) 16.45 Partizan Belgrad - Manchester United (Stöð 2 Sport 2) 18.50 Arsenal - Vitoria (Stöð 2 Sport) 18.50 Celtic - Lazio (Stöð 2 Sport 2) 19.05 KR - Þór Þorlákshöfn (Stöð 2 Sport 3) 04.00 The Zozo Championship (Stöð 2 Golf) 05.00 LPGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4) Dominos-deild karla Evrópudeild UEFA Golf Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Sjá meira
Það er sem fyrr mikið um dýrðir á sportrásum Stöðvar 2 í dag en Evrópudeildin og Dominos-deild karla má sjá á skjánum í kvöld áður en golfið hefst í nótt. Manchester United hefur verið í vandræðum í upphafi leiktíðar en þeir heimsækja Belgrad í dag þar sem liðið mætir heimamönnum í Partizan. Þetta er toppslagur í L-riðli Evrópudeildarinnar en bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Á sama tíma mætast AZ Alkmaar og Astana. Það verður ekki Íslendingaslagur því Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjósson eru báðir á meiðslalistanum. Astana er á botni riðilsins án stiga en AZ er með tvö stig. Klukkan 18.50 hefjast svo útsendingar frá tveimur öðrum leikjum í Evrópudeildinni. Arsenal hefur farið á kostum í Evrópudeildinni skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig en þeir mæta botnliði riðilsins, Vitoria frá Portúgal sem er án stiga. Á sama tíma er sýnt frá leik Celtic og Lazio í E-riðli. Lazio hefur einungis unnið einn af fyrstu tveimur leikjunum og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en skosku meistararnir eru með fjögur stig. Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa byrjað tímabilið af krafti og eru með sex stig. Þeir fá Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Þór Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld en Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð. Í nótt verða svo sýnt frá tveimur golfmótum; annars vegar Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan þar sem margir bestu bestu keppendur heims taka þátt og hins vegar LPGA-mótaröðinni í kvennaflokki þar sem einnig þær bestu eru með. Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar í dag: 16.45 AZ Alkmaar - Astana (Stöð 2 Sport) 16.45 Partizan Belgrad - Manchester United (Stöð 2 Sport 2) 18.50 Arsenal - Vitoria (Stöð 2 Sport) 18.50 Celtic - Lazio (Stöð 2 Sport 2) 19.05 KR - Þór Þorlákshöfn (Stöð 2 Sport 3) 04.00 The Zozo Championship (Stöð 2 Golf) 05.00 LPGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)
Dominos-deild karla Evrópudeild UEFA Golf Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Sjá meira