Lakers í mínus í nótt með LeBron James inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 15:00 LeBron James. Getty/Harry How Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019 NBA Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019
NBA Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira