Löggjöf um bætur nauðsynleg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. október 2019 06:00 Jón Magnússon verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar heitins fagnaði sýknudómi með aðstandenum Tryggva í Hæstarétti í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Lögmaður afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar telur frumvarp forsætisráðherra um bótarétt þeirra sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona nauðsynlegt og eðlilegt skref. Þetta kemur fram í umsögn hans um frumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar. Forsætisráðherra var harðlega gagnrýnd í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vikunni. Gagnrýndu lögfræðingar í hópi þingmanna meðal annars að málið væri yfirhöfuð til umfjöllunar á Alþingi en ekki hjá dómstólum þar sem það eigi heima. Lögmenn Guðjóns Skarphéðinssonar og Kristjáns Viðars Júlíussonar hafa einnig sent umsögn um frumvarpið. Báðir eru þeirrar skoðunar að rétt sé að veita bótagreiðslum sérstaka lagastoð, þótt áherslur í umsögnum lögmannanna séu ólíkar. Í umsögn Páls Rúnars eru fjórar meginástæður gefnar fyrir nauðsyn frumvarpsins. Í fyrsta lagi kveði frumvarpið á um að samningar um bætur verði undir handleiðslu forsætisráðherra. Lagastoð þurfi til þess að forsætisráðherra geti stigið inn á verksvið ríkislögmanns sem hefur það hlutverk lögum samkvæmt að koma fram fyrir hönd ríkisins í bótamálum. Þá sé mælt fyrir um skattalega meðferð bóta og samspil þeirra við aðrar greiðslur sem eðlilegt sé að mælt sé fyrir um í lögum. Í þriðja lagi sé rétt að löggjafinn láti sig málið varða með vísan til alvarleika málsins, enda liggi fyrir að um sé að ræða ein alvarlegustu afglöp íslenska ríkisins sem um getur.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar.„Réttarmorð sem gátu ekki átt sér stað nema með því að allar stofnanir íslenska refsivörslukerfisins brygðust hlutverki sínu og skyldum en af leiðingar þess kostuðu þolendur líf þeirra, mannlega reisn og manngildi.“ Í fjórða lagi sé rétt að Alþingi samþykki frumvarpið og greiði þannig fyrir því að málið leysist með lögmætum hætti, en illa hafi gengið að ná lendingu í málinu. Tilraun með svokallaða sáttanefnd hafi mistekist algerlega og aðkoma setts ríkislögmanns ekki verið gagnleg. „Það er ótímabært að stefna inn bótamáli svo lengi sem málið er í eðlilegri þinglegri meðferð. Það er hins vegar allt til reiðu og ljóst að hvergi verður hikað fari svo að málið dragist um of. Að því sögðu verður maður, með hliðsjón af skýlausum bótarétti og afgerandi dómaframkvæmd, að gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni klára þetta mál,“ segir Páll Rúnar aðspurður um málshöfðun. Þótt Páll Rúnar mæli með samþykkt frumvarpsins gerir hann athugasemdir við nokkur atriði í því. Hann gagnrýnir mjög tilvísun til dómafordæma í greinargerð en lögð er áhersla á greiðslu bóta á grundvelli fordæmis héraðsdóms í Vegas-málinu svokallaða, en því máli var ekki áfrýjað. Betri dómafordæmi séu til sem falli betur að máli Tryggva Rúnars og annarra sem frumvarpið tekur til. Sömu sjónarmið eru reifuð í umsögnum annarra lögmanna málsins. Þá gagnrýnir hann að vísað sé til dóms Hæstaréttar frá 1980 sem rangláts dóms. Í því felist gengisfelling á því sem átti sér stað á ábyrgð íslenska ríkisins. Réttast sé að kalla dóminn yfir fólkinu rangan og málsmeðferðina rangláta. Þá hefði mátt gera ungum aldri fólksins skil í greinargerðinni. Tryggvi Rúnar hafi til að mynda borið rangan dóm stærstan hluta lífsins en hann átti alla framtíðina fyrir sér þegar lögreglan flækti hann í málið. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Sjá meira
Lögmaður afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar telur frumvarp forsætisráðherra um bótarétt þeirra sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona nauðsynlegt og eðlilegt skref. Þetta kemur fram í umsögn hans um frumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar. Forsætisráðherra var harðlega gagnrýnd í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vikunni. Gagnrýndu lögfræðingar í hópi þingmanna meðal annars að málið væri yfirhöfuð til umfjöllunar á Alþingi en ekki hjá dómstólum þar sem það eigi heima. Lögmenn Guðjóns Skarphéðinssonar og Kristjáns Viðars Júlíussonar hafa einnig sent umsögn um frumvarpið. Báðir eru þeirrar skoðunar að rétt sé að veita bótagreiðslum sérstaka lagastoð, þótt áherslur í umsögnum lögmannanna séu ólíkar. Í umsögn Páls Rúnars eru fjórar meginástæður gefnar fyrir nauðsyn frumvarpsins. Í fyrsta lagi kveði frumvarpið á um að samningar um bætur verði undir handleiðslu forsætisráðherra. Lagastoð þurfi til þess að forsætisráðherra geti stigið inn á verksvið ríkislögmanns sem hefur það hlutverk lögum samkvæmt að koma fram fyrir hönd ríkisins í bótamálum. Þá sé mælt fyrir um skattalega meðferð bóta og samspil þeirra við aðrar greiðslur sem eðlilegt sé að mælt sé fyrir um í lögum. Í þriðja lagi sé rétt að löggjafinn láti sig málið varða með vísan til alvarleika málsins, enda liggi fyrir að um sé að ræða ein alvarlegustu afglöp íslenska ríkisins sem um getur.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar.„Réttarmorð sem gátu ekki átt sér stað nema með því að allar stofnanir íslenska refsivörslukerfisins brygðust hlutverki sínu og skyldum en af leiðingar þess kostuðu þolendur líf þeirra, mannlega reisn og manngildi.“ Í fjórða lagi sé rétt að Alþingi samþykki frumvarpið og greiði þannig fyrir því að málið leysist með lögmætum hætti, en illa hafi gengið að ná lendingu í málinu. Tilraun með svokallaða sáttanefnd hafi mistekist algerlega og aðkoma setts ríkislögmanns ekki verið gagnleg. „Það er ótímabært að stefna inn bótamáli svo lengi sem málið er í eðlilegri þinglegri meðferð. Það er hins vegar allt til reiðu og ljóst að hvergi verður hikað fari svo að málið dragist um of. Að því sögðu verður maður, með hliðsjón af skýlausum bótarétti og afgerandi dómaframkvæmd, að gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni klára þetta mál,“ segir Páll Rúnar aðspurður um málshöfðun. Þótt Páll Rúnar mæli með samþykkt frumvarpsins gerir hann athugasemdir við nokkur atriði í því. Hann gagnrýnir mjög tilvísun til dómafordæma í greinargerð en lögð er áhersla á greiðslu bóta á grundvelli fordæmis héraðsdóms í Vegas-málinu svokallaða, en því máli var ekki áfrýjað. Betri dómafordæmi séu til sem falli betur að máli Tryggva Rúnars og annarra sem frumvarpið tekur til. Sömu sjónarmið eru reifuð í umsögnum annarra lögmanna málsins. Þá gagnrýnir hann að vísað sé til dóms Hæstaréttar frá 1980 sem rangláts dóms. Í því felist gengisfelling á því sem átti sér stað á ábyrgð íslenska ríkisins. Réttast sé að kalla dóminn yfir fólkinu rangan og málsmeðferðina rangláta. Þá hefði mátt gera ungum aldri fólksins skil í greinargerðinni. Tryggvi Rúnar hafi til að mynda borið rangan dóm stærstan hluta lífsins en hann átti alla framtíðina fyrir sér þegar lögreglan flækti hann í málið. Tryggvi Rúnar lést árið 2009
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Sjá meira