FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Urður Gunnarsdóttir er forstjóri FME. Vísir/ÞÞ „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02