Dómari sem átti að dæma undanúrslitaleik á HM sendur heim eftir vafasama myndatöku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 12:30 Jaco Peyper með rauða sjaldið á lofti. Gdetty/Shaun Botterill Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý. Rugby Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý.
Rugby Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti