McIlroy pirraður á ummælum Koepka um biðina löngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 McIlroy og Koepka. Ummæli þess síðarnefnda fóru í taugarnar á Norður-Íranum. vísir/getty Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira