Bíldudalshöfn Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 13:30 Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Lagt var mat á það hvaða innviði þyrfti að byggja upp eða styðja við, svo atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum geti haldið áfram að byggjast upp. Þá er einnig í greiningunni dregnar saman þær áskoranir sem samfélag, sem í langan tíma hefur verið í hjöðnum, þarf að takast á við þegar hröð atvinnuuppbygging verður eins og orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðagreininguna má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar. Um hafnarsvæði sveitarfélagsins segir: „Það þrengir verulega að hafnarsvæðum í Vesturbyggð, engar lóðir eru í boði og mikill skortur er á svæðum innan hafnarinnar á Bíldudal, þar sem fyrirtæki geta athafnað sig. Með tilkomu þess að Samskip hafa hafið siglingar til Bíldudals þrengir enn frekar að allri starfsemi í höfninni, en að jafnaði geta verið 25-30 gámar frá Samskip á hafnarsvæðinu.“ Á Bíldudal er eina laxasláturhúsið á Vestfjörðum og þar fer í gegn eldisfiskur úr kvíuum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Á árinu 2019 eru því að fara á milli 10.000-13.000 tonn af eldisfisk í gegnum Bíldudalshöfn og um 80.000 tonn af kalkþörungaseti úr Arnarfirði. Lýsing á hefðbundnum degi á þessari litlu höfn er þannig að á höfninni eru 25-30 gámar, 4 lyftarar fyrirtækjanna á ferðinni, gámalyftari Samskipa að afferma eða ferma Bláfell. Brunnbáturinn við störf. Á svæðinu eru 8-10 flutningabílar. Morgunin eftir getur svo dæluskipið Dísa verið á svæðinu að dæla kalkþörungaseti, flutningaskip að taka við kalkþörungum eða jafnvel fóðurskip að leggjast að eða hreinlega allt í einu. Eftir langt tímabil tapreksturs hafnarsjóðs Vesturbyggðar hafa nýframkvæmdir og viðhald verið minna en ella og þá hafa framlög hafnarbótasjóðs í hafnir í Vesturbyggð verið takmarkaðar. Þá hefur atvinnuuppbygging á Bíldudal mögulega verið hraðari og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þau miklu þrengsli og þær aðstæður sem starfsmenn fyrirtækjanna og sveitarfélagsins þurfa að vinna við, er með öllu óásættanleg og hefur Vesturbyggð miklar áhyggjur af öryggi starfsmanna sem vinna á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær alvarlegt slys verður í þessum miklu þrengslum. Í samgönguáætlun 2019-2023 og í drögum að samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir 216 millj. kr. framlagi úr hafnarbótasjóði til framkvæmda við Bíldudalshöfn en heildarkostnaður við framkvæmdina eru 387 millj. kr. og leggur hafnarsjóður Vesturbyggðar því 171 millj. kr. til framkvæmdarinnar. Mælt var fyrir um að verkið ætti að hefjast 2019 en tafir hafa orðið á því og hafa þær tafir ekki bætt ástandið á höfninni og óskaði Vesturbyggð eftir því í tillögum sínum í samgönguáætlun að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess mikla neyðarástands sem ríkir á höfninni. Eftir að þeim framkvæmdum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir er lokið, mun athafnarsvæði og viðlegupláss aukast, en framkvæmdin leysir þó aðeins að litlu leyti þann skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Fyrirtækin áætla að auka enn frekar framleiðslu sína á sunnanverðum Vestfjörðum og er gert ráð fyrir að fiskeldi verði komið í rúmlega 50.000 tonn innan fárra ára og kalkþörungavinnsla í 120.000 tonn. Þörfin fyrir aukið athafnarsvæði er því brýn og hefur Vesturbyggð óskað eftir sérstökum stuðningi ríkisins til að geta brugðist við þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í við Bíldudalshöfn. Nái áætlanir fyrirtækjanna fram að ganga má gera ráð fyrir að þær muni skila sér í um 70 nýjum störfum og mun slík fjölgun leiða til frekari íbúafjölgunar, sem áætla má að verði um 175 -200 íbúar á næstu árum. Þá er rétt að hafa í huga að sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á Bíldudalshöfn í dag, er að skila miklum tekjum í ríkissjóð. Útflutningsverðmæti þeirra afurða sem fara um Bíldudalshöfn hefur verið að aukast jafnt og þétt bæði í fiskeldi og kalkþörungavinnslu. Útflutningsverðmæti fiskeldis er áætlað um 20 ma. kr. á árinu 2019 eða sem nemur um 1% af heildarútflutningi landsins og hefur aukist milli ára um 60%. Um helmingur fiskeldis á Íslandi fer fram á Vestfjörðum. Það þýðir að meirihluti þeirra 10 ma. kr. sem verða til á Vestfjörðum vegna fiskeldis, þá fer mesta magnið í gegnum Bíldudalshöfn, eða um 13.000 tonn á árinu 2019. Miðað við óbreytt afurðaverð mun útflutningsverðmæti fiskeldis verða um 40 ma. kr. árið 2021 sem nemur um 3% af heildarútflutningi og mikill hluti þeirrar framleiðslu fara í gegnum Bíldudalshöfn. Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið í atvinnustarfsemi á Bíldudal, frá því þorpið var skilgreint sem brothætt byggð árið 2012, þar til dagsins í dag, á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi. Því er mikilvægt að hlúið sé að þeirri mikilvægu vegferð sem farin er af stað í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð er ungu og menntuðu fólki að fjölga, atvinnutækifærum fjölgað mikið á stuttum tíma og eru atvinnutækifærin fjölbreyttari en verið hefur í áratugi. Aukin vöxtur þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi á Bíldudal er því mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri jákvæðu byggðaþróun sem orðið hefur á fáum árum. Það neyðarástand sem ríkir nú á Bíldudalshöfn er farið að standa þeirri vegferð verulegum fyrir þrifum og nauðsynlegt að leysa sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Lagt var mat á það hvaða innviði þyrfti að byggja upp eða styðja við, svo atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum geti haldið áfram að byggjast upp. Þá er einnig í greiningunni dregnar saman þær áskoranir sem samfélag, sem í langan tíma hefur verið í hjöðnum, þarf að takast á við þegar hröð atvinnuuppbygging verður eins og orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðagreininguna má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar. Um hafnarsvæði sveitarfélagsins segir: „Það þrengir verulega að hafnarsvæðum í Vesturbyggð, engar lóðir eru í boði og mikill skortur er á svæðum innan hafnarinnar á Bíldudal, þar sem fyrirtæki geta athafnað sig. Með tilkomu þess að Samskip hafa hafið siglingar til Bíldudals þrengir enn frekar að allri starfsemi í höfninni, en að jafnaði geta verið 25-30 gámar frá Samskip á hafnarsvæðinu.“ Á Bíldudal er eina laxasláturhúsið á Vestfjörðum og þar fer í gegn eldisfiskur úr kvíuum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Á árinu 2019 eru því að fara á milli 10.000-13.000 tonn af eldisfisk í gegnum Bíldudalshöfn og um 80.000 tonn af kalkþörungaseti úr Arnarfirði. Lýsing á hefðbundnum degi á þessari litlu höfn er þannig að á höfninni eru 25-30 gámar, 4 lyftarar fyrirtækjanna á ferðinni, gámalyftari Samskipa að afferma eða ferma Bláfell. Brunnbáturinn við störf. Á svæðinu eru 8-10 flutningabílar. Morgunin eftir getur svo dæluskipið Dísa verið á svæðinu að dæla kalkþörungaseti, flutningaskip að taka við kalkþörungum eða jafnvel fóðurskip að leggjast að eða hreinlega allt í einu. Eftir langt tímabil tapreksturs hafnarsjóðs Vesturbyggðar hafa nýframkvæmdir og viðhald verið minna en ella og þá hafa framlög hafnarbótasjóðs í hafnir í Vesturbyggð verið takmarkaðar. Þá hefur atvinnuuppbygging á Bíldudal mögulega verið hraðari og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þau miklu þrengsli og þær aðstæður sem starfsmenn fyrirtækjanna og sveitarfélagsins þurfa að vinna við, er með öllu óásættanleg og hefur Vesturbyggð miklar áhyggjur af öryggi starfsmanna sem vinna á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær alvarlegt slys verður í þessum miklu þrengslum. Í samgönguáætlun 2019-2023 og í drögum að samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir 216 millj. kr. framlagi úr hafnarbótasjóði til framkvæmda við Bíldudalshöfn en heildarkostnaður við framkvæmdina eru 387 millj. kr. og leggur hafnarsjóður Vesturbyggðar því 171 millj. kr. til framkvæmdarinnar. Mælt var fyrir um að verkið ætti að hefjast 2019 en tafir hafa orðið á því og hafa þær tafir ekki bætt ástandið á höfninni og óskaði Vesturbyggð eftir því í tillögum sínum í samgönguáætlun að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess mikla neyðarástands sem ríkir á höfninni. Eftir að þeim framkvæmdum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir er lokið, mun athafnarsvæði og viðlegupláss aukast, en framkvæmdin leysir þó aðeins að litlu leyti þann skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Fyrirtækin áætla að auka enn frekar framleiðslu sína á sunnanverðum Vestfjörðum og er gert ráð fyrir að fiskeldi verði komið í rúmlega 50.000 tonn innan fárra ára og kalkþörungavinnsla í 120.000 tonn. Þörfin fyrir aukið athafnarsvæði er því brýn og hefur Vesturbyggð óskað eftir sérstökum stuðningi ríkisins til að geta brugðist við þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í við Bíldudalshöfn. Nái áætlanir fyrirtækjanna fram að ganga má gera ráð fyrir að þær muni skila sér í um 70 nýjum störfum og mun slík fjölgun leiða til frekari íbúafjölgunar, sem áætla má að verði um 175 -200 íbúar á næstu árum. Þá er rétt að hafa í huga að sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á Bíldudalshöfn í dag, er að skila miklum tekjum í ríkissjóð. Útflutningsverðmæti þeirra afurða sem fara um Bíldudalshöfn hefur verið að aukast jafnt og þétt bæði í fiskeldi og kalkþörungavinnslu. Útflutningsverðmæti fiskeldis er áætlað um 20 ma. kr. á árinu 2019 eða sem nemur um 1% af heildarútflutningi landsins og hefur aukist milli ára um 60%. Um helmingur fiskeldis á Íslandi fer fram á Vestfjörðum. Það þýðir að meirihluti þeirra 10 ma. kr. sem verða til á Vestfjörðum vegna fiskeldis, þá fer mesta magnið í gegnum Bíldudalshöfn, eða um 13.000 tonn á árinu 2019. Miðað við óbreytt afurðaverð mun útflutningsverðmæti fiskeldis verða um 40 ma. kr. árið 2021 sem nemur um 3% af heildarútflutningi og mikill hluti þeirrar framleiðslu fara í gegnum Bíldudalshöfn. Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið í atvinnustarfsemi á Bíldudal, frá því þorpið var skilgreint sem brothætt byggð árið 2012, þar til dagsins í dag, á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi. Því er mikilvægt að hlúið sé að þeirri mikilvægu vegferð sem farin er af stað í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð er ungu og menntuðu fólki að fjölga, atvinnutækifærum fjölgað mikið á stuttum tíma og eru atvinnutækifærin fjölbreyttari en verið hefur í áratugi. Aukin vöxtur þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi á Bíldudal er því mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri jákvæðu byggðaþróun sem orðið hefur á fáum árum. Það neyðarástand sem ríkir nú á Bíldudalshöfn er farið að standa þeirri vegferð verulegum fyrir þrifum og nauðsynlegt að leysa sem allra fyrst.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun