Bíldudalshöfn Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 13:30 Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Lagt var mat á það hvaða innviði þyrfti að byggja upp eða styðja við, svo atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum geti haldið áfram að byggjast upp. Þá er einnig í greiningunni dregnar saman þær áskoranir sem samfélag, sem í langan tíma hefur verið í hjöðnum, þarf að takast á við þegar hröð atvinnuuppbygging verður eins og orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðagreininguna má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar. Um hafnarsvæði sveitarfélagsins segir: „Það þrengir verulega að hafnarsvæðum í Vesturbyggð, engar lóðir eru í boði og mikill skortur er á svæðum innan hafnarinnar á Bíldudal, þar sem fyrirtæki geta athafnað sig. Með tilkomu þess að Samskip hafa hafið siglingar til Bíldudals þrengir enn frekar að allri starfsemi í höfninni, en að jafnaði geta verið 25-30 gámar frá Samskip á hafnarsvæðinu.“ Á Bíldudal er eina laxasláturhúsið á Vestfjörðum og þar fer í gegn eldisfiskur úr kvíuum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Á árinu 2019 eru því að fara á milli 10.000-13.000 tonn af eldisfisk í gegnum Bíldudalshöfn og um 80.000 tonn af kalkþörungaseti úr Arnarfirði. Lýsing á hefðbundnum degi á þessari litlu höfn er þannig að á höfninni eru 25-30 gámar, 4 lyftarar fyrirtækjanna á ferðinni, gámalyftari Samskipa að afferma eða ferma Bláfell. Brunnbáturinn við störf. Á svæðinu eru 8-10 flutningabílar. Morgunin eftir getur svo dæluskipið Dísa verið á svæðinu að dæla kalkþörungaseti, flutningaskip að taka við kalkþörungum eða jafnvel fóðurskip að leggjast að eða hreinlega allt í einu. Eftir langt tímabil tapreksturs hafnarsjóðs Vesturbyggðar hafa nýframkvæmdir og viðhald verið minna en ella og þá hafa framlög hafnarbótasjóðs í hafnir í Vesturbyggð verið takmarkaðar. Þá hefur atvinnuuppbygging á Bíldudal mögulega verið hraðari og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þau miklu þrengsli og þær aðstæður sem starfsmenn fyrirtækjanna og sveitarfélagsins þurfa að vinna við, er með öllu óásættanleg og hefur Vesturbyggð miklar áhyggjur af öryggi starfsmanna sem vinna á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær alvarlegt slys verður í þessum miklu þrengslum. Í samgönguáætlun 2019-2023 og í drögum að samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir 216 millj. kr. framlagi úr hafnarbótasjóði til framkvæmda við Bíldudalshöfn en heildarkostnaður við framkvæmdina eru 387 millj. kr. og leggur hafnarsjóður Vesturbyggðar því 171 millj. kr. til framkvæmdarinnar. Mælt var fyrir um að verkið ætti að hefjast 2019 en tafir hafa orðið á því og hafa þær tafir ekki bætt ástandið á höfninni og óskaði Vesturbyggð eftir því í tillögum sínum í samgönguáætlun að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess mikla neyðarástands sem ríkir á höfninni. Eftir að þeim framkvæmdum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir er lokið, mun athafnarsvæði og viðlegupláss aukast, en framkvæmdin leysir þó aðeins að litlu leyti þann skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Fyrirtækin áætla að auka enn frekar framleiðslu sína á sunnanverðum Vestfjörðum og er gert ráð fyrir að fiskeldi verði komið í rúmlega 50.000 tonn innan fárra ára og kalkþörungavinnsla í 120.000 tonn. Þörfin fyrir aukið athafnarsvæði er því brýn og hefur Vesturbyggð óskað eftir sérstökum stuðningi ríkisins til að geta brugðist við þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í við Bíldudalshöfn. Nái áætlanir fyrirtækjanna fram að ganga má gera ráð fyrir að þær muni skila sér í um 70 nýjum störfum og mun slík fjölgun leiða til frekari íbúafjölgunar, sem áætla má að verði um 175 -200 íbúar á næstu árum. Þá er rétt að hafa í huga að sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á Bíldudalshöfn í dag, er að skila miklum tekjum í ríkissjóð. Útflutningsverðmæti þeirra afurða sem fara um Bíldudalshöfn hefur verið að aukast jafnt og þétt bæði í fiskeldi og kalkþörungavinnslu. Útflutningsverðmæti fiskeldis er áætlað um 20 ma. kr. á árinu 2019 eða sem nemur um 1% af heildarútflutningi landsins og hefur aukist milli ára um 60%. Um helmingur fiskeldis á Íslandi fer fram á Vestfjörðum. Það þýðir að meirihluti þeirra 10 ma. kr. sem verða til á Vestfjörðum vegna fiskeldis, þá fer mesta magnið í gegnum Bíldudalshöfn, eða um 13.000 tonn á árinu 2019. Miðað við óbreytt afurðaverð mun útflutningsverðmæti fiskeldis verða um 40 ma. kr. árið 2021 sem nemur um 3% af heildarútflutningi og mikill hluti þeirrar framleiðslu fara í gegnum Bíldudalshöfn. Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið í atvinnustarfsemi á Bíldudal, frá því þorpið var skilgreint sem brothætt byggð árið 2012, þar til dagsins í dag, á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi. Því er mikilvægt að hlúið sé að þeirri mikilvægu vegferð sem farin er af stað í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð er ungu og menntuðu fólki að fjölga, atvinnutækifærum fjölgað mikið á stuttum tíma og eru atvinnutækifærin fjölbreyttari en verið hefur í áratugi. Aukin vöxtur þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi á Bíldudal er því mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri jákvæðu byggðaþróun sem orðið hefur á fáum árum. Það neyðarástand sem ríkir nú á Bíldudalshöfn er farið að standa þeirri vegferð verulegum fyrir þrifum og nauðsynlegt að leysa sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Lagt var mat á það hvaða innviði þyrfti að byggja upp eða styðja við, svo atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum geti haldið áfram að byggjast upp. Þá er einnig í greiningunni dregnar saman þær áskoranir sem samfélag, sem í langan tíma hefur verið í hjöðnum, þarf að takast á við þegar hröð atvinnuuppbygging verður eins og orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðagreininguna má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar. Um hafnarsvæði sveitarfélagsins segir: „Það þrengir verulega að hafnarsvæðum í Vesturbyggð, engar lóðir eru í boði og mikill skortur er á svæðum innan hafnarinnar á Bíldudal, þar sem fyrirtæki geta athafnað sig. Með tilkomu þess að Samskip hafa hafið siglingar til Bíldudals þrengir enn frekar að allri starfsemi í höfninni, en að jafnaði geta verið 25-30 gámar frá Samskip á hafnarsvæðinu.“ Á Bíldudal er eina laxasláturhúsið á Vestfjörðum og þar fer í gegn eldisfiskur úr kvíuum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Á árinu 2019 eru því að fara á milli 10.000-13.000 tonn af eldisfisk í gegnum Bíldudalshöfn og um 80.000 tonn af kalkþörungaseti úr Arnarfirði. Lýsing á hefðbundnum degi á þessari litlu höfn er þannig að á höfninni eru 25-30 gámar, 4 lyftarar fyrirtækjanna á ferðinni, gámalyftari Samskipa að afferma eða ferma Bláfell. Brunnbáturinn við störf. Á svæðinu eru 8-10 flutningabílar. Morgunin eftir getur svo dæluskipið Dísa verið á svæðinu að dæla kalkþörungaseti, flutningaskip að taka við kalkþörungum eða jafnvel fóðurskip að leggjast að eða hreinlega allt í einu. Eftir langt tímabil tapreksturs hafnarsjóðs Vesturbyggðar hafa nýframkvæmdir og viðhald verið minna en ella og þá hafa framlög hafnarbótasjóðs í hafnir í Vesturbyggð verið takmarkaðar. Þá hefur atvinnuuppbygging á Bíldudal mögulega verið hraðari og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þau miklu þrengsli og þær aðstæður sem starfsmenn fyrirtækjanna og sveitarfélagsins þurfa að vinna við, er með öllu óásættanleg og hefur Vesturbyggð miklar áhyggjur af öryggi starfsmanna sem vinna á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær alvarlegt slys verður í þessum miklu þrengslum. Í samgönguáætlun 2019-2023 og í drögum að samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir 216 millj. kr. framlagi úr hafnarbótasjóði til framkvæmda við Bíldudalshöfn en heildarkostnaður við framkvæmdina eru 387 millj. kr. og leggur hafnarsjóður Vesturbyggðar því 171 millj. kr. til framkvæmdarinnar. Mælt var fyrir um að verkið ætti að hefjast 2019 en tafir hafa orðið á því og hafa þær tafir ekki bætt ástandið á höfninni og óskaði Vesturbyggð eftir því í tillögum sínum í samgönguáætlun að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess mikla neyðarástands sem ríkir á höfninni. Eftir að þeim framkvæmdum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir er lokið, mun athafnarsvæði og viðlegupláss aukast, en framkvæmdin leysir þó aðeins að litlu leyti þann skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Fyrirtækin áætla að auka enn frekar framleiðslu sína á sunnanverðum Vestfjörðum og er gert ráð fyrir að fiskeldi verði komið í rúmlega 50.000 tonn innan fárra ára og kalkþörungavinnsla í 120.000 tonn. Þörfin fyrir aukið athafnarsvæði er því brýn og hefur Vesturbyggð óskað eftir sérstökum stuðningi ríkisins til að geta brugðist við þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í við Bíldudalshöfn. Nái áætlanir fyrirtækjanna fram að ganga má gera ráð fyrir að þær muni skila sér í um 70 nýjum störfum og mun slík fjölgun leiða til frekari íbúafjölgunar, sem áætla má að verði um 175 -200 íbúar á næstu árum. Þá er rétt að hafa í huga að sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á Bíldudalshöfn í dag, er að skila miklum tekjum í ríkissjóð. Útflutningsverðmæti þeirra afurða sem fara um Bíldudalshöfn hefur verið að aukast jafnt og þétt bæði í fiskeldi og kalkþörungavinnslu. Útflutningsverðmæti fiskeldis er áætlað um 20 ma. kr. á árinu 2019 eða sem nemur um 1% af heildarútflutningi landsins og hefur aukist milli ára um 60%. Um helmingur fiskeldis á Íslandi fer fram á Vestfjörðum. Það þýðir að meirihluti þeirra 10 ma. kr. sem verða til á Vestfjörðum vegna fiskeldis, þá fer mesta magnið í gegnum Bíldudalshöfn, eða um 13.000 tonn á árinu 2019. Miðað við óbreytt afurðaverð mun útflutningsverðmæti fiskeldis verða um 40 ma. kr. árið 2021 sem nemur um 3% af heildarútflutningi og mikill hluti þeirrar framleiðslu fara í gegnum Bíldudalshöfn. Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið í atvinnustarfsemi á Bíldudal, frá því þorpið var skilgreint sem brothætt byggð árið 2012, þar til dagsins í dag, á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi. Því er mikilvægt að hlúið sé að þeirri mikilvægu vegferð sem farin er af stað í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð er ungu og menntuðu fólki að fjölga, atvinnutækifærum fjölgað mikið á stuttum tíma og eru atvinnutækifærin fjölbreyttari en verið hefur í áratugi. Aukin vöxtur þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi á Bíldudal er því mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri jákvæðu byggðaþróun sem orðið hefur á fáum árum. Það neyðarástand sem ríkir nú á Bíldudalshöfn er farið að standa þeirri vegferð verulegum fyrir þrifum og nauðsynlegt að leysa sem allra fyrst.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun