Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Björn Þorfinnsson skrifar 21. október 2019 06:00 Loft er lævi blandið í Santiago, höfuðborg Chile. Nordic Photos/Getty Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín. Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“